Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | föstudagurinn 6. október 2017

Flateyrarleikarnir

Í dag fóru nemendur í 1. - 7. bekk til Flateyrar og tóku þátt í skemmtilegum leik. Nemendur frá Þingeyri og Súðavík mættu einnig.  Í ár var ákveðiði að nefna leikana Flateyrarleikana. Nemendum var skipt í hópa og þurftu þeir síðan að leysa þrautir út um allan bæ. Má nefna taka mynd af krumma, mynda Flateyri, leysa þrautir og gefa skólastjóranum á Flateyri haustvönd. Hægt var að fá stig fyrir hverja þraut og einnig var hægt að ná í bónusstig m.a. að spá fyrir heimamanni, gera góðverk og finna skurðgröfu. Þetta gekk frábærlega og allir kátir og hressir. Í lokinn var boðið upp á grillaðar pylsur og ís. 

« 2021 »
« Júní »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Vefumsjón