| föstudagurinn 7. desember 2018

Fréttir vikunnar 3.-7. desember 2018

Elstu og yngstu nemendur skólans hjálpast að við jólakortagerð.
Elstu og yngstu nemendur skólans hjálpast að við jólakortagerð.
1 af 3

Þessi vika hefur gengið vel fyrir sig, rétt eins og allar aðrar það sem af er hausti.  Snjórinn hefur verið endalaus uppspretta leikja og búið er að gera mikil mannvirki á skólalóðinni. Skólaráð fundaði í vikunni og í kjölfarið verða ábendingar sendar til tæknideildar Ísafjarðarbæjar og eftir áramót verður væntanlega gerð skoðanakönnun um vilja foreldra í tengslum við tómstundastarf. Við höfum verið með danskan sendikennara í heimsókn og tækifærið hefur meðal annars verið nýtt til að æfa danska framburðinn, skoða hvað við kunnum mörg tungumál þegar við leggjum öll saman og læra lög á dönsku eins og sjá má á þessum hlekk hér https://www.youtube.com/watch?v=4VFyhPeAxsw .  Að öðru leyti litast viðfangsefnin þessa dagana nokkuð af jólaundirbúningi.  Í ritun eru nemendur til dæmis að æfa sig að beygja samsett nöfn rétt meðan þeir skrifa á jólakort til samnemenda sinna.  5. og 6. bekkur notuðu microbit-tölvurnar til að forrita skemmtilega jólakveðju og festu hana svo á spjald í smíðatíma.  Í næstu viku verður hefðbundin dagskrá hjá okkur en í þeirri þar-næstu verðum við með jólaþema sem lýkur með litlu jólunum þann 20.des.

« 2021 »
« Desember »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Vefumsjón