VALMYND ×

Vorhátíð

Í dag var vorhátíð Grunnskólans á Suðureyri. Nemendur byrjuðu daginn á því að fara í ratleik. Því næst skelltu nemendur sér í sundlaugina þar sem var mikið fjör. Eftir sundið var boðið upp á hamborgara og pulsur í blíðunni.

Við þökkum fyrir góðan dag og vonumst til þess að sjá sem flesta á skólaslitum á morgun, kl 11:00 hjá 1. - 6. bekk og kl 17:30 hjá  7. - 10. bekk.

Hægt er að skoða myndir frá deginum hér.