VALMYND ×

Fréttir

Gjöf til Grunnskólans á Suðureyri

Þóra ásamt Vilborgu Ásu og Aðalsteini.
Þóra ásamt Vilborgu Ásu og Aðalsteini.

Fyrir mörgum árum barst Grunnskólanum á Suðureyri að gjöf veglegt steinasafn.  Safnið hefur verið geymt í kössum allt til þessa dags en nú munu verða breytingar þar á.  Þóra Þórðardóttir sem lengi kenndi við Grunnskólann á Suðureyri tilkynnti í gær að hún myndi gefa skólanum veglega upphæð til að setja safnið upp þannig að það megi verða nemendum og öðrum gestum til gleði og ánægju.  Þetta gerir Þóra í tilefni 80 ára afmælis hennar og vill með því sýna bæði gefanda safnsins, Guðmundi Júlíusi Gissurarsyni, og súgfirskum börnum þakklæti í verki.  Guðmundi Júlíusi fyrir gjöfina og súgfirsku börnunum fyrir að hafa fengið að njóta samvista við þau.  Fyrir hönd skólans færi ég Þóru Þórðardóttur bestu þakkir fyrir gjöfina.  Við þetta sama tækifæri færði Þóra íbúasamtökunum einnig gjöf sem ætluð er til að kaupa og setja upp leiktæki.  Á með fylgjandi mynd má sjá gefandann, Þóru Þórðardóttur með Vilborgu Ásu Bjarnadóttur og Aðalsteini Traustasyni sem tóku við gjöfunum.

Jóna

Vikan 13.-17.maí

430 Fest Grunnskólans á Suðureyri
430 Fest Grunnskólans á Suðureyri
1 af 5

Fréttir vikunnar 13.-17.maí

Það er nú farið að styttast í sumarleyfi hjá okkur og margir orðnir óþreyjufullir eftir að skóla ljúki.  Lögboðinn útivistartími er orðinn lengri og á björtum vorkvöldum getur verið freistandi að vera lengi úti, en það skilar sér yfirleitt í mikilli þreytu næsta morgun.  Við höfum reynt að nýta góða veðrið til margskonar útiverkefna eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.  Þessi verkefni reyna yfirleitt á mörg markmið skólastarfsins og tengjast bæði námsgreinum og félagsþroska, því það að vinna saman er eitt af því mikilvægasta sem við kennum krökkum þegar til framtíðar er litið. 

Unglingarnir héldu sitt árlega 430 Fest og fengu til góðan stuðning frá mörgum fyrirtækjum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.  Ballið var frekar fámennt en þeir sem komu voru glaðir og það var dansað út í eitt. 

Nemendur í 7.-9. bekk fengu heim með sér valblað vegna valgreina næsta vetrar.  Eins og áður hafði komið fram leggjum við upp með að hluti valgreinanna, eða fjórar stundir á viku, fari fram í Grunnskólanum á Ísafirði næsta vetur.  Með því móti teljum við að við náum að bjóða nemendum fjölbreytt námsumhverfi þar sem kennarar með sérhæfingu kenna sínar greinar, eins og hægt er að gera í stórum skólum, en jafnfram að veita þeim það aðhald og umhyggju sem felst í að fá að stunda almennt nám í litlum skóla eins og skólinn okkar er.  Hugmyndin er að fá það besta sem hægt er út úr báðum kerfum fyrir nemendurna.  Við vitum að fyrir suma er þetta stressandi en teljum að kostirnir séu ótvíræðir.  Blaðinu á að skila í skólann í síðasta lagi 22.maí. 

Nemendur á miðstigi hafa undanfarnar vikur verið að vinna að ferðaþjónustuverkefni og nú eru að koma uppskerudagar.  Þeir bjóða ykkur til ferðakynninga í skólanum fimmtudaginn 23.maí kl.16.30.  Þá fáið þið að sjá hvað þeir hafa lagt mikið á sig við að læra landafræði um leið og þeir kynna ákveðin lönd.

Matseðill 13-17.maí

Mánudagur

Grjónagrautur, brauð með eggi og kalt slátur, ávextir

Þriðjudagur

Fiskibollur, soðnar kartöflur, salat, sósa, ávextir

Miðvikudagur

Kjuklingagúlas í rjómasósu, heilhveiti pasta, salat, ávextir

Fimmtudagur

Lambasnitsel, ofnbakaðar kartöflur, grænar baunir, rauðkál, rabarbarasulta, ávextir

Föstudagur

Fiskur með osti, kartöflur, sósa, salat, ávextir

Fréttir vikunnar 6.-10.maí

Númi og Stefán tala saman
Númi og Stefán tala saman
1 af 6

Mánudaginn 6 maí var aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri. Á dagskrá var erindi frá skólastjóra, almenn fundarstörf og önnur mál.

Jóna talaði um verkefnin sem verða farið í á næsta skólaári, meiri samþættingu námsgreina, aukna vinnu í heimanámi og fræðslufundi fyrir kennara.  Einnig um möguleika á að hafa viðbótarkennslu í íslensku þegar annarri kennslu er lokið.  Jóna ræddi líka um tilfinningar barnanna varðandi afmælisboð og hversu mikils virði þau eru fyrir nemendur og bað foreldra að gera það sem þeir gætu til að koma í veg fyrir að einhverjum nemendum liði illa vegna þess að þeim væri ekki boðið í afmæli.  Frá foreldrum sem mættu á fundinn komu þær athugasemdir að gott er að leyfa börnunum að ráða hverjum er boðið en það sé alltaf á valdi foreldra hverjum sé ekki boðið, þannig það sé foreldrið sem passi að ekki sé verið að skilja út undan. Einnig kom sú athugasemd að það er líka leiðinlegt fyrir þau börn sem ekki fá að bjóða í afmælið sitt, hvað þeim líður í raun illa með það.

Farið var yfir ársreikning félagsins og skoðað hvaðan peningarnir voru að koma og í hvað var verið að nýta peningana. Ólöf hættir í stjórn, Lilja heldur áfram þar sem Gunnhildur flutti í burtu í vetur. Nýjar í sjtórn eru þær Monika Tyszkiewicz og Katarzyna Maliszewska, eru þær boðnar velkomnar til starfa á meðan Ólöfu er þakkað fyrir sitt framlag.

Ekki voru nein önnur mál tekin fyrir á fundinum.

Önnur verkefni þessarar viku í skólanum voru þau helst að við fengum brúðuleikhús sýningu um ofbeldi gegn börnum frá Vitundarvakningu gegn kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi á börnum sem er samstarfsverkefni Velferðarráðuneytis og Barnaverndarstofu. Sýningin er ætluð yngri nemendum og hjá okkur horfðu allir nemendur í 1.-4. bekk á hana að þessu sinni.  Bréf hefur verið sent heim til foreldra vegna þessa.

Nemendur á unglingastigi hafa verið að ljúka við glærusýningu um greinar 16-21 í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjoðanna, sýningin og vinnan þeirra verður kynnt í Ersamus+ heimsókninni til Svíþjóðar nú í lok maí. Nemendur yngsta- og miðstigs unnu saman með málshætti í vikunni og lauk þeirri vinnu með sameiginlegri flokkun og pælingum um merkingu málsháttanna.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikil gleði í þessari samvinnu enda sérlega skemmtilegt fyrir nemendur að fá tækifæri til að vinna saman óháð aldri.

Þá tel ég rétt að geta þess að fræðslunefnd hefur lagt til við bæjarstjórn að undirrituð verði ráðin áfram sem skólastjóri hér við grunnskólann.

Kveðja

Jóna

Matseðill 6-10.maí

Mánudagur

Pizza með skinku, pepperoni og osti, grænmeti og ávextir

Þriðjudagur

Fiskur í raspi, soðnar kartöflur, grænmetisalat, ávextir

Miðvikudagur

Grísakjöt í sósu, pasta, salat, ávextir

Fimmtudagur

Kjuklingaleggir, hrísgrjón, sósa, salat, ávextir

Föstudagur

Sóðinn fiskur, soðnar kartöflur og gulrætur, ávextir

 

Aðalfundur foreldrafélagsins

Nemendur tóku með sé heim í gær skilaboð frá foreldrafélaginu. Ef það eru einhverjir foreldrar sem ekki hafa fengið skilaboðin, þá eru þau hér fyrir neðan:

 

Kæru foreldrar

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri, verður haldinn 6. maí næstkomandi kl 17:00.

Mikilvægt er að hvert barn eigi sér fulltrúa á fundinum.

Dagskrá fundarins:

  • Erindi frá skólastjóra
  • Almenn fundarstörf
    • o Ársuppgjör
    • o Stjórnarskipti
  • Önnur mál

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 
Stjórnin

Matseðill 29.apríl-3.maí

Mánudagur

Pylsur

Þriðjudagur

Sóðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð

Miðvikudagur

FRÍ

Fimmtudagur

Kjuklingasúpa, brauð með osti

Föstudagur

Karrífiskur, hrísgrjón, salat

 

Myglufundur, rangur tími

Mikilvægt, mikilvægt

Fundurinn vegna myglunnar í húsnæði grunn- og leikskóla er kl.16.30 í dag. Í húsnæði grunnskólans.

Tímasetning í fundarboðinu sem var birt í gær var röng.

Kynningarfundur um myglu í grunn-og -leikskólanum á Suðureyri

Ágætu foreldrar

Klukkan 20:00 miðvikudaginn 24. apríl verður haldinn kynningarfundur fyrir starfsfólk og foreldra um niðurstöður úr sýnatöku í Grunnskólanum á Suðureyri og leikskólanum Tjarnarbæ. Eins og kynnt hefur verið þá innihéldu sýni úr báðum skólunum myglu og ljóst er að fara þarf í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu. Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum á Suðureyri og mun Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs fara yfir málið með starfsfólki og foreldrum. Á fundinum verða einnig Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri, Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, og skólastjórnendurnir Jóna Benediktsdóttir (GS) og Svava Rán Valgeirsdóttir (Tjarnarbær) sem svara fyrirspurnum meðal annars um það til hvaða aðgerða þarf að grípa og hvað þetta þýðir fyrir skólastarfið.

Pólskur túlkur verður á staðnum.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á fundinum, enda er samvinna skóla og heimilis nauðsynleg í þessu máli eins og öðru.

 

A briefing for parents and staff regarding mildew-positive test-samples from Grunnskólinn á Suðureyri and Tjarnarbær kindergarten will be held at Grunnskólinn á Suðureyri at 20.00 Wednesday the 24th of April. As previously reported, test-samples from both schools contained mildew and rather excessive measures will have to be taken to fix the situation. At the meeting, Brynjar Þór Jónasson, head of Ísafjarðarbær department of planning and construction, will discuss what actions must be taken. Mayor Guðmundur Gunnarsson, Margrét Halldórsdóttir, head of Ísafjarðarbær department of education, and principles Jóna Benediktsdóttir (GS) and Svava Rán Valgeirsdóttir (Tjarnarbær) will also attend and answer questions people may have.

A polish interpreter will also attend the meeting and translate as needed.

We hope to see as many as possible at the meeting, as cooperation between school and parents is essential in every aspect of the education of our children.

 

W środę 24 kwietnia 2019 o godzinie 20.00 odbędzie się zebranie dla pracowników i rodziców informujące o wynikach jakie otrzymano z próbek pleśni, które zostały pobrane ze szkoły podstawowej w Sudureyri i przedszkola Tjarnarbæ. Jak już wspomniano, próbki z obu budynków zawierały pleśń i jasne jest, że konieczne są rozległe prace budowlane. Spotkanie odbędzie się w Grunnskólinn w Suðureyri, a Brynjar Þór Jónasson, szef działu ochrony środowiska i dóbr, omówi tę kwestię z pracownikami i rodzicami. W spotkaniu wezmą również udział burmistrz Gudmundur Gunnarsson, Margrét Halldórsdóttir kierownik oświaty oraz rada szkoły Jóna Benediktsdóttir (GS) i Svava Rán Valgeirsdóttir (Tjarnarbær), którzy odpowiadają między innymi na temat środków, jakie należy podjąć i co to oznacza dla pracy w szkole.

Na miejscu będzie polski tłumacz.

Mamy nadzieję, że zobaczymy jak najwięcej rodziców i opiekunów na spotkaniu, ponieważ współpraca między szkołami i domami jest równie ważna w tej jak w innych sprawach.

Matseðill 22-26.apríl

Þriðjudagur

FISH & CHIPS (steiktur fiskur og franskar kartöflur), hrásalt

Miðvikudagur

HEITT SLÁTUR, kartöflumús, soðnar grænmeti (gulrætur og rófur)

Fimmtudagur

SUMARDAGINN FYRSTI

Föstudagur

STARFSDAGUR