Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | sunnudagurinn 22. maí 2016

Frábær skólasýning

Eftir mikinn undirbúning þar sem m.a. nemendur í 5. - 10. bekk mættu og bökuðu í gær var skólasýning Grunnskólans á Suðureyri alveg frábær. Við byrjuðum á danssýningu inn í sal áður en við fórum inn í skóla þar sem gestir nærðu sig í kaffisölunni og skoðuðu verk nemenda. Árlegt skákmót skólans var haldið og þeir Stefán og Ágúst unnu. Ég vil þakka þeim Ásu, Öddu, Bryndísi, Ingibjörgu og Lindu kærlega fyrir, en þær sáu um skipulagningu og undirbúning Skólasýningar alveg frá A til Ö.

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna og látum myndirnar frá sýningunni tala sínu máli, en þær má skoða hér.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | laugardagurinn 21. maí 2016

Útskriftaferð elstu nemenda

Nú er þetta bráðum fullorðna fólk komið heim. Þau renndu í skólahlaðið þreytt en sæl í gærkvöldi eftir frábæra vorferð.

Fyrst var ferðinni heitið í Skagafjörð, þar sem gist var á Bakkaflöt og farið í flúðasiglingu og litbolta. Eftir litboltann skelltu þau sér í sund og síðan í mat á veitingastofunni Sólvík á Hofsós áður en haldið var til Akureyrar. Þar gistu þau í Stórholti og fóru í bíó og keilu, á siglingarnámskeið hjá siglingarklúbbnum Nökkva og að skjóta hjá skotfélagi Akureyrar. Það var borðað á Bautanum og Greifanum, þau skelltu sér á Brynjuís, á Subway og áður en þau lögðu af stað heim í gær fengu þau sér flatböku á Dominos. Síðasta stoppið var svo á Reykjanesi þar sem þau hristu sig aðeins eftir langa bílferð og fengu sér að borða.

Við erum auðvitað mjög stolt af þessum frábæra hóp og gaman er að segja frá því að skólanum hafa borist nokkrir póstar þar sem hópnum er lofað fyrir að vera prúð og skólanum til mikils sóma. Það koma svo inn nokkrum myndum úr ferðinni í næstu viku.

Myndirnar frá ferðinni má skoða hér.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 20. maí 2016

Skólasýning og síðustu dagar skólans

Á sunnudaginn verður árleg skólasýning grunnskólans haldin.

Nemendur mæta kl 13:30 og sýningin hefst kl 14:00 í íþróttahúsinu með danssýningu yngra- og miðstigs. Að henni lokinni er foreldrum, ættingjum, nemendum og öðrum áhugasömum boðið í skólann að sjá verk nemenda. Kaffisala verður að sjálfsögðu á sýnum stað. Það kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn á leik og grunnskólaaldri. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í ferðasjóð nemenda.

 

Dagskrá næstu daga:

Mánudagur 23. maí -      Síðasti kennsludagur

Þriðjudagur 24. maí -     Vorferðir nemenda

Miðvikudagur 25. maí -   Útiþema

Fimmtudagur 26. maí -   Útiþema

Föstudagur 27. maí -      Vorhreinsun og gróðursetning nemenda

Mánudagur 30 maí -       Ratleikur, sund og grill

Þriðjudagur 31. maí -     Skólaslit, 1. - 6. bekkur kl 11:00 og 7. - 10. bekkur 17:30

 

Skóladagur allra nemenda verður fram að hádegi og mikilvægt er að þeir mæti klæddir til útiveru.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 18. maí 2016

Kosning um merki fyrir skólann

Hér má sjá tillögurnar þrjár saman
Hér má sjá tillögurnar þrjár saman
1 af 4

Í síðustu viku kom dómnefnd saman og valdi 3 merki. Þetta var auðvitað ekki auðvelt og tók dómnefndin sér góðan tíma í að rökræða sig niður á 3 tillögur sem þóttu í frábærum hóp tillagna, bestar.

Í kjölfarið ræddi ég við hönnuði þessara þriggja tillagna og við fórum yfir hvað gæti breyst þegar þær fara í vinnslu og hvort það væri í lagi. Sigurtillagan verður nefnilega útfærð frekar af nemanda í tækniskólanum. Þannig hún sé til í góðum gæðum og hægt sé að nota hana á ýmsan hátt.

 

Smellið hér til að kjósa!


Meira
| þriðjudagurinn 17. maí 2016

FATASUND hjá 1-6 bekk.

Kæru foreldrar og forráðamenn á morgunn 18 maí er síðasti dagurinn í sundi og íþróttum af því tilefni ætlum við að hafa fatasund hjá 1-6 bekk.

Börnin mega því koma með aukaföt til þess að fara í sund en samt sem áður að vera í sundfötum innanundir.

 

Hlakka til að sjá þau spennt, hress og kát á morgun.

 

 

Kv Kolbrún Fjóla

| föstudagurinn 13. maí 2016

Síðasti sundtíminn hjá 10 bekk

Dásemdar börn
Dásemdar börn

10. bekkur fór í sinn síðasta sundtíma við Grunnskólann á Suðureyri fyrir helgi, af því tilefni breyttum við aðeins til og höfðum fatasund. Allir skemmtu sér mjög vel og á ég eftir að sakna þeirra og þakka þeim fyrir að gera veturinn eftirminnilegan og umfram allt skemmtilegan.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 11. maí 2016

10. bekkur prufar nýtt prófakerfi

Í dag fengu nemendur í 10. bekk að prufa nýtt rafrænt prófakerfi sem er verið að þróa fyrir samræmd könnunar próf. Við prufuðum að taka prófið í spjaldtölvu, á borðtölvu og á sýndarþjóni. Frá og með næsta ári taka allir nemendur samræmd próf rafrænt. Þann 26. maí munum við svo taka þátt í frekari prufum, en þá mun 3. bekkur prufa kerfið. Þetta er auðvitað góð reynsla fyrir nemendur sem munu þreyta prófin rafrænt í haust.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 9. maí 2016

Matseðill 9-13. maí

Mánudagur 9.maí

Pastaréttur (pasta, spinat, beikon, sveppir, ostasósa), salat

Þriðjudagur 10.maí

Fiskur í raspi, kartöflur, salat, sósa

Miðvikudagur 11.maí

Hakk, tacosósa, hrisgrjón, salat

                                                                                     Fimmtudagur 12.maí

                                                                                     Lambagulash, kartöflur, salat

                                                                                     Föstudagur 13.maí

                                                                                     Ofnbakaður fiskur, salat, kartöflur, sósa

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 6. maí 2016

Samkeppni um merki fyrir skólann

Frestur til að senda inn tillögur er að renna út í kvöld. Nú hafa borist 52 tillögur í keppnina. Flestar frá nemendum en einnig bárust nokkrar tillögur annarstaðar frá. Eftir helgi tekur við erfitt starf dómnefndar að velja úr þessum frábæru tillögum. Valdar verða 3 tillögur sem síðan verður kosið um á síðu skólans. Niðurstöður dómnefndar er að vænta í næstu viku. Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 4. maí 2016

Merki „lógó“ skólans

Nú fer hver að verða síðastur til þess að taka þátt. Við tökum við hugmyndum fram á föstudag. Fjölmargar hugmyndir eru nú þegar komnar í hús, en við hvetjum áhugasama til að henda í hugmynd og setja mark sitt á skólasöguna um aldur og ævi.

Hægt er að lesa meira um málið hér.

Eldri færslur

« 2018 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Vefumsjón