Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Hvað er í kassanum?

Í dag komu nemendur úr Tjarnabæ, sem byrja í skólanum í haust, í heimsókn. Nemendur sungu saman og lærðu um vöðvana, t.d. hvað við notum mikið af vöðvum þegar við brosum eða erum í fýlu.

Því næst var komið að kassanum. Friðrika nemandi okkar í 1. bekk hafði tekið með sér áhugaverðan hlut sem hún vildi sýna samnemendum sínum. Nemendur fengu að giska á hvað væri í kassanum og voru þau með ýmsar hugmyndir um hvað gæti verið í kassanum. Var kannski froskur, leikfangabíll nú eða kannski kónguló. Skólastjórinn stakk upp á því að það væri kannski kind í kassanum. En nemendur voru því ekki sammála, enda kæmist kind ekki fyrir í svona litlum kassa, nema hún væri mjög lítil.

Í kassanum leyndist strútsegg sem nemendur fengu að skoða. Miklar umræður sköpuðust um hvernig dýr strútar eru og við skoðuðum muninn á hænueggi og strútseggi. Miklar pælingar voru um það hversu stórt spælt egg eða eggjakaka úr strútseggi væri. Það treysti sér enginn til að borða svoleiðis aleinn.

Hægt er að sjá fleiri myndir hér.

Við hvetjum foreldra eindregið til að leyfa nemendum að koma með áhugaverða hluti í skólann í samstarfi við kennara.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 27. apríl 2016

Læsisráðgjafi í heimsókn

Í gær fengum við góða heimsókn. Ingibjörg Þorleifsdóttir læsisráðgjafa frá læsisteymi Menntamálastofnunar kom og var með okkur allan daginn. Ingibjörg heimsótti nemendur í kennslu og spjallaði við kennara um leiðir til að efla læsi í Grunnskólanum á Suðureyri. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir góð ráð og góða samveru.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 25. apríl 2016

Kynfræðsla á Þingeyri

1 af 4

Við Súgfirðingar kíktum yfir í Dýrafjörðin í dag þar sem nemendur í 9. og 10. bekk frá Suðureyri og Þingeyri fengu einkar skemmtilegan fyrirlestur og spjall með Siggu Dögg kynfræðingi. Rætt var um kynlíf, kynhneigð og getnaðarvarnir svo eitthvað sé nefnt. Við hvetjum foreldra til að nýta tækifærið og ræða við börnin sín um fyrirlesturinn og kynlíf almennt.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 25. apríl 2016

Matseðill 25-29.apríl

Mánudagur 25.apríl

Grænmetisúpa, brauð með osti

Þriðjudagur 26.apríl

Fiskibuff, hrisgrjón, salat, sósa

Miðvikudagur 27.apríl

Kjuklingabaunaréttur, kartöflur, salat

Fimmtudagur 28.apríl

Hakk og spaghetti, salat

Föstudagur 29.apríl

Soðinn fiskur, kartöflur, soðnar grænmeti, rugbrauð

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | miðvikudagurinn 20. apríl 2016

Hjólahjálmar

Í dag fengu nemendur í fyrsta bekk afhenta hjálma frá Eimskip og Kíwanisfélaginu. Það var hann Gunnlaugur Gunnlaugson sem afhenti þeim hjálmana. Það voru glaðir krakkar sem tóku við þessari höfðinglegu gjöf og þökkuðu þau fyrir sig. 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 20. apríl 2016

Löng helgi

Á morgun (fimmtudag) er sumardagurinn fyrsti og á föstudaginn er starfsdagur hjá kennurum. Því verður löng helgi hjá nemendum.

Við minnum nemendur á að lesa um helgina og sjáumst svo hress kl 08:00 á mánudaginn.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 18. apríl 2016

Matseðill 18-22.apríl

Mánudagur 18.apríl

Grjónagrautur, slátur, brauð með osti, rusinur og kanillsykur

Þriðjudagur 19.apríl

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð, smjörvi

Miðvikudagur 20.apríl

Grænmetisbuff, bókhveitigrjón, salat og sósa

Fimmtdagur 21.apríl

SUMARDAGURINN FYRSTI - LOKAÐ

Föstudagur 22.apríl

STARFSMANADAGUR - LOKAÐ

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 15. apríl 2016

Samskólaball á Suðureyri

430 Fest, sem verður framvegis árlegt samskólaball Grunnskólans á Suðureyri var haldið í gær. Tæplega 100 manns mættu og skemmtu sér konunglega. Hljómsveitin Kim Jong Illaðir hélt uppi stuði allt kvöldið. Rappsveitin 400 kom einnig við og tók lag. Nemendur í eldri hóp eiga mikið hrós skilið fyrir góðan undirbúning og mikla vinnu við að koma þessu á laggirnar. Við lærðum margt og nú þegar eru komnar upp fjölmargar hugmyndir fyrir næsta ár. Við þökkum fyrirtækjum og einstaklingum kærlega fyrir góðan stuðning og nágrönnum okkar fyrir komuna og vonum að þeir hafi skemmt sér jafn vel og við. Myndir frá 430 Fest má skoða hér.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 13. apríl 2016

Samkeppni um merki fyrir skólann

Samkeppni um merki Grunnskólans á Suðureyri er nú hafin. Skilafrestur fyrir hugmyndir er til 6. maí á netfang skólans: grsud@isafjordur.is eða til skólastjóra. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að taka þátt. Nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar grunnskólans eru sérstaklega hvattir til að taka þátt.

 

Dómnefnd mun síðan fara yfir tillögurnar og velja úr 3 bestu sem fá að launum harðfisk. Það fer svo fram kosning á heimasíðu skólans. Við val á tillögum verður stuðst við hversu vel tillagan tekur til eftirfarandi þátta:

 

Einkunnarorð skólans: Ástundun, Árangur, Ánægja

Suðureyri, Súgandafjörður, skólinn og umhverfi hans.

 

Sigurvegarinn hlýtur að launum veglega vinninga: Árskort í sundlaugar Ísafjarðarbæjar, hlaðborðsveislu fyrir tvo á Fisherman, skoðunarferð fyrir tvo í Vigur frá Vesturferðum, harðfisk frá Valla, innkeyrslumokstur á Suðureyri frá Gröfuþjónustu Bjarna og hamborgaratilboð í Verslunin Súgandi.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 12. apríl 2016

Skíðaferð í blíðviðri

Það var þreyttur og sæll hópur sem kom heim í gær af skíðasvæðinu í Tungudal. Veðrið var frábært og nemendur skemmtu sér konunglega. Eins og alltaf voru þau sér og okkur öllum til mikils sóma. Færið hefði mátt vera betra, snjórinn blautur og hraðinn eftir því. Þau létu það þó ekki á sig fá og sumir gleymdu jafnvel að fá sér nesti því fjörið var svo mikið. Við tókum að sjálfsögðu fullt af myndum og þær má sjá hér.

Eldri færslur

« 2018 »
« Júní »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Vefumsjón