Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 18. janúar 2016

Matseðill 18-22. janúar

Mánudagur 18. ján

Grjónagrautur, brauð með osti og kæfu, slátur

Þriðjudagur 19. jan

Plokkfiskur, rugbrauð, soðnar grænmeti

Miðvikudagur 20. jan

Kjötbollur úr nautahakki, soðnar kartöflur, rauðkál, grænar baunir, brún sósa, rabarbarasulta

Fimmtudagur 21. jan

Grænmeti- og aunaréttur, pasta, salat

Föstudagur 22. jan

Fiskur með osti, kartöflur, salat, sósa

 

Verði ykkur að góðu

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 8. janúar 2016

Nemendaráðið er mætt á Facebook

Nemendaráð grunnskólans er mætt með like síðu á Facebook. Við hvetjum fólk til að kíkja og fylgjast með þeim þar.

Hlekkur í síðuna er hér.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 7. janúar 2016

Jiu jitsu kynning í skólanum

Hér eru nokkrar myndir frá jiu jitsu kynningu sem nemendur í 4. - 10. bekk fengu á miðvikudag.

| þriðjudagurinn 5. janúar 2016

Sjálfsvarnaríþróttir

Á morgunn þann 6 janúar ætlar hann Bjarki Pétursson að koma til okkar í skólann og kynna fyrir okkur sjálfsvörn, 4-10 bekkur fær því að vera í íþróttum í tvær kennslustundir í stað einnar.

 

Hlökkum til að fá þessa kynningu og vonandi viðbót í íþróttirnar okkar hérna á Suðureyri. 

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | þriðjudagurinn 5. janúar 2016

Matseðill 4-8. janúar

Mánudagur 4.jan

Hakk og spaghetti, salat

Þriðjudagur 5.jan

Fiskur í raspi, soðnar kartöflur, grænmeti

Miðvikudagur 6.jan

Kjötsúpa, brauð

Fimmtudagur 7.jan

Grænmetisbuff, kartöflur, sósa, salat

Föstudagur 8.jan

Fiskibollur, hrisgrjón, sósa, grænmeti

 

Verði ykkur að góðu

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 21. desember 2015

Skólablaðið 2015

Skólablað grunnskólans er komið í hús. Blaðið er 40 blaðsíður, fullt af skemmtilegu efni frá nemendum skólans. Nemendur munu í kvöld og á morgun bera það út og selja. Við biðjum fólk að taka vel á móti þeim. Blaðið í ár kostar 1.000 kr. Hægt er að staðgreiða eða leggja inn á reikning: 0174-05-420260 kt: 560686-1459.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 18. desember 2015

Gleðileg jól

Í dag voru litlu jólin haldin hátíðleg. Nemendur skiptust á jólakortum og pökkum. Jólasveinar komu í heimsókn og við sungum og dönsuðum í kring um jólatré. Myndir frá litlu jólunum má skoða hér og myndband hér.

Starfsfólk skólans óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til að vinna með ykkur á því næsta.

Við sjáumst öll hress og endurnærð 4. janúar kl 08:00.

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | miðvikudagurinn 16. desember 2015

Litlu jólin

Nú fer að líða að lokum hjá okkur fyrir jólafrí. Á föstudaginn er síðasti dagur fyrir jólafrí og þá verða litlu jólin hérna hjá okkur. Nemendur mæta klukkan 9:00 með lítinn jólapakka með sér til skiptanna en miðað er við að hann kostin ekki meir en 500 kr. Reiknað er með því að þessu ljúki hjá okkur um 11:30.

Á morgun fimmtudag ætlar skólinn að bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur í seinni frímínútum og mega nemendur mæta með smákökur með sér ef þau vilja.

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 16. desember 2015

 Jólaþema

Í dag og í gær hefur verið jólaþema í skólanum. Nemendur búa til jólasveina og jólatré úr viði og pappír, mála kerti og búa til jólakúlur úr garni. Á morgun verður gæðastund með umsjónarkennurum. Skólinn býður upp á heitt súkkulaði og smákökur eftir seinni frímínútur, svo mega nemendur að sjálfsögðu taka með smákökur eða drykki að heiman. Fleiri myndir má sjá hér.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 14. desember 2015

Hvað er list

Í tilefni Dags myndlistar sem var fyrir stuttu, kom Gunnar Jónsson í heimsókn til okkar og ræddi við nemendur á miðstigi um list. Þau fengu að spyrja hvort þetta og hitt sé list. Er banani t.d. list? Gunnar sýndi þeim t.d. bananalistaverk og Campbell súpu Andy Warhols. Þau ræddu um Almar Atla "nakin í kassa", auk þess sem hann sýndi þeim nokkur verk eftir sig. Nemendur voru áhugasamir og ánægðir með kynninguna. Við þökkum Gunnari og Degi myndlistar kærlega fyrir okkur. 

Eldri færslur

« 2018 »
« ágúst »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Vefumsjón