VALMYND ×

Fréttir

Dagskrá næstu daga

Við minnum foreldra og nemendur á að vera klædd eftir veðri og að vera vel nestuð.


Dagskrá næstu daga:
Sunnudagur 27. maí: Skólasýning kl. 13:00 - 15:00
Mánudagur 28. maí: Vorferð hjá 9. og 10. bekkjar. Hefðbundin skóladagur hjá öðrum
Þriðjudagur 29. maí: Vorhreinsunardagur
Miðvikudagur 30. maí: Vorferðir hjá 1. - 8. bekk
Fimmtudagur 31. maí: Umferðadagur, gróðursetning og síðasti dagur mötuneytis
Föstudagur 1. júní: Gönguferðir og útileikir
Mánudagur 4. júní: Vorhátíð, grill, ratleikur og sund
Þriðjudagur 5. júní: Skólaslit, 1. - 7. bekkur kl 11:00 og 8. - 10. bekkur 17:30. Skráning nemenda í 1. bekk fyrir skólaárið 2018 - 2019 fer fram kl 13:00.

Matseðill 22-25.maí

Þriðjudagur

Fiskisúpa, brauð, mjolk, ávextir

Miðvikudagur

Lamba/grisasnitzel, kartöflur, rauðkál, grænar baunir, ávextir

Fimmtudagur

Grjónagrautur, brauð meg eggi, grænmeti, ávextir

Föstudagur

Plokkfiskur, rugbrauð, soðnar grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

430 Fest

Fimmtudaginn 17. maí héldu unglingarnir ball í Félagsheimilinu. Um 80 unglingar frá norðanverðum Vestfjörðum skemmtu sér vel saman og var mikið dansað til klukkan 23:00. Dj Sveppz sá um tónlistina. Ballið er fjáröflun fyrir ferðasjóð nemenda og þökkum við öllum þeim sem styrktu okkur.

Hér er hægt að skoða myndir af ballinu

Bláfáninn afhentur höfninni

Síðastliðinn föstudag fór Grunnskólinn ásamt leikskólanum á höfnina og var viðstaddur flöggun bláfánans, Suðureyri var að flagga fánanum í sjöunda skiptið, það er mikill heiður fyrir lítið samfélag að flagga slíkri umhverfisvottun og óskum við þeim sem standa sig svona vel að umhverfismálum til hamingju með viðurkenninguna.

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir verkefnisstjóri Bláfánans á Íslandi bað öll börn að hjálpa sér að fylgjast með á höfninni, til að passa upp á hafið okkar og náttúruna með því að.

  • spara rafmagn, vatn og eldsneyti
  • hvetja sjófarendur til að vernda umhverfið og ganga vel um
  • nota ruslagáma og flokka endurvinnanlegt sorp, s.s. dósir og plastflöskur
  • tilkynna um mengun í sjónum og brot á reglum til eftirlitsaðila og Landverndar

Opnið fréttina til að skoða fleyri myndir.


Meira

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla

1 af 3

Vilborg Ása Bjarnadóttir og Emilia Agata Górecka fóru fyrir hönd foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri skólaárið 2016 - 2017 og tóku á móti viðurkenningu fyrir tilnefningu til dugnaðarforka verðlauna heimilis og skóla í safnahúsinu í Reykjavík í gær. Tilnefninguna fékk foreldrafélagið fyrir störf í þágu nemenda og foreldra.

En foreldrafélagið stóð m. a. að frábæri fjölmenningarhátíð á síðasta skólaári sem mikil sómi var af. Hér má skoða frétt um hátíðina.

 

Sigurvegarar voru SAMFOK og Móðurmál sem fékk hvatningarverðlaun, Láttu þér líða vel sem fékk foreldraverðlaunin og Birgitta Bára Hassenstein sem fékk dugnaðarforkar verðlaunin.

Við óskum öllum tilnefndum og sigurvegurum hjartanlega  til hamingju.

Matseðill 14-18.maí

Mánudagur

Hakk o spaghetti, salat, epli

Þriðjudagur

Mangó skyr, brauð og álegg, grænmeti, appelsinur

ATH. á föstudag 11.maí var slátur og kartöflumús

Miðvikudagur

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti

Fimmtudagur

Kjuklingagúlas, hrisgrjón, salat, ávextir

Föstudagur

Fiskur með osti, kartöflur, grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Ruslatínsla

1 af 2

Nemendur á unglingastigi fóru í göngutúr um bæinn sinn í dag, mánudaginn 14.maí, og tíndu allt það rusl sem varð á vegi þeirra. Ýmislegt fannst á götum, grasflötum og stígum bæjarins, til að mynda stærðarinnar álstykki, 150 sígarettustubbar (sirka) og plast af ýmsu tagi. 

Þrátt fyrir sérlega gott veður og skemmtilegan göngutúr, þá hvetur unglingastigið bæjarbúa eindregið til að huga betur að því hvar þeir henda rusli. 

 

Matseðill 7-11. maí

Mánudagur

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur, grænmeti, smjörvi og tómatsósa, ávextir

Þriðjudagur

Matarmikill kjötsúpa, heimabakað brauð, smjörvi, vínber

Miðvikudagur

Fiskur í raspi, grjón, salat, ávextir

Fimmtudagur

FRÍ

Föstudagur

Skyr, brauð með osti og grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Sundkennsla

Sundkennsla hefst á mánudaginn 7. maí.

Sund verður daglega næstu tvær vikur alla daga nema föstudaga. Því mikilvægt að allir hafi sundföt með sér í skólann. Á meðan á Sundinu stendur fellur íþróttakennsla alveg niður. Páll Janus Þórðarson sem kom til okkar í haust mun sjá um kennsluna aftur núna.

Við hvetjum nemendur og foreldra til að fara í sund um helgina svona rétt til að koma sér í gang.

Suðurferð í úrslit

1 af 2

Keppendur og stuðningsfólk í sameiginlegu liði Grunnskólans á Suðureyri og Súðavíkurskóla fóru suður á miðvikudaginn til að taka þátt í úrslitum í Skólahreysti.

Þetta er í fyrsta skipti sem við komumst í úrslit Skólahreystis og nældum við í 7. sæti í keppninni.

Ítarlegri umfjöllun og hlekkur á myndir frá ferðinni má finna inn í fréttinni.


Meira