VALMYND ×

Fréttir

Úrslit Skólahreystis

Fyrsta skipti í úrslitum! 

Sameiginlegt lið grunnskólana á Suðureyri og Súðavík keppti í kvöld í úrslitum Skólahreysti í fyrsta skipti. Hjördís keppti í armbeygjum og hangi. Flóki í upphífingum og dýfum. Hera og Ragnar í hraðbraut og þau Þórunn og Gabriel voru varamenn.

Full rúta af stuðningsfólki kom að vestan og studdi vel við bakið á keppendum sem stóðu sig frábærlega og nældu í 7. sætið. 

Keppendur og stuðningsfólk var skólanum og samfélaginu til mikils sóma. Persónuleg met féllu og margir fengu dýrmæta reynslu. Það skilaði sér með þessum frábæra árangri sem við erum afar stolt af.

Til hamingju krakkar!

Skólapeysur

1 af 2

Eftir miklar pælingar erum við að sjá fyrir endann á skólapeysumálum. Pöntun verður lögð inn í vikunni á steingráum hettupeysum með appelsínugulu merki skólans og Suðureyri á ermina. Próförk af peysunni kemur um leið og við erum búin að panta.

Ákveðið var að öðrum áhugasömum yrði boðið að panta peysur á morgun 1. maí. Mátun fer fram í anddyri skólans á undan og á eftir boðsundinu.

Peysur til nemenda kosta 1.000 kr. og biðjum við foreldra um að greiða fyrir þær inn á reikning foreldrafélagsins fyrir 6. maí.  Reikn. 0556-14-400156 Kt.0109843199

Markmiðið er að fá peysurnar fyrir skólasýninguna 27. maí.

Hjálmar

Í dag fengi nemendur i 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf frá Eimskip og Kiwanishreyfingunni. Þær voru að vonum mjög kátar með þessa gjöf og færum við bestu þakkir fyrir.

Matseðill 23-27. apríl

Mánudagur

Pastaréttur með grænmeti og beikon, köld sósa, ávextir

Þridjudagur

Fiskur með rjóma og chilli sósu, grjón, salat, ávextir

Miðvikudagur

Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti, ávextir

Fimmtudagur

Skyr, brauð með álegg, ávextir og grænmeti

Föstudagur

Fiskur, kartöflur, salat, ávextir

 

 

Bíókvöld

Í kvöld þriðjudaginn 17. apríl verður bíókvöld í skólanum. 1.- 5. bekkur byrjar 17:00 og áætluð lok myndar er 18:45.

6. - 10. bekkur byrjar 19:00 og áætluð lok myndar er 20:50.  Aðgangseyrir fyrir einn er kr. 300,-, kr. 500,- fyrir tvo og kr. 700,- fyrir 3. Ekki er leyfilegt að mæta með gos eða nammi, einungis góða skapið.

 

Krakkasvarið

Í síðustu viku skoraði Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi á okkur í Krakkasvarinu og spurðu okkur hvað fær okkur til að hlæja. Krakkarúv byrjar kl 18:00 í kvöld og nemendur í 6. og 7. bekk svara þeim kl 18:50 í Krakkafréttum á rúv. Við hvetjum íbúa og landsmenn alla til að fylgjast með flottu krökkunum okkar svara þessari skemmtilegu spurningu.

List fyrir alla

1 af 2

Á mánudaginn fóru 7. - 10. bekkur í Edinborgarhúsið og fylgdist með einleiknum, Skuggamyndir stúlku á vegum List fyrir alla, undir leikstjórn Agnesar Wild og með leikonunni Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm. Leikritið fjallar um stúlku sem tekur beinan og óbeinan þátt í einelti og er byggt að hluta á sannsögulegum atburðum. Nemendur og starfsfólk voru mjög ánægðir með sýninguna og að henni lokinni mynduðust skemmtilegar umræður. Við hvetjum foreldra til að ræða við nemendur um einelti og afleiðingar þess og heyra frá þeim hvað þeim fannst um leiksýninguna.

 

Dagur barnabókarinnar.

1 af 2

Á hverju ári í tengslum við dag barnabókarinnar er ný íslensk smásaga frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins.  Að þessu sinni  samdi Ævar Þór Benediktsson smásöguna Pissupása, sem og flutti hana í útvarpinu. Nemendur í 1. - 4. bekk hlustuðu að sjálfsögðu á upplesturinn. Þetta var mjög skemmtileg saga og mæli ég með því að foreldrar hlusti á söguna með börnum sínum. Hana má finna á ruv .is

Skólahreysti þáttur á RÚV

Í kvöld klukkan 20:00 er komið að okkar riðli í skólahreystiþáttunum á RÚV. Sameiginlegt lið Grunnskólans á Suðureyri og Súðavíkurskóla vann Vestfjarðarriðilinn og er núna á fullu að undirbúa sig fyrir úrslit Skólahreystis 2018. Úrslitinn fara fram 2. maí og verða í beinni á RÚV.

Það er því kjörið að hita upp í kvöld og fylgjast með okkar fólki í spennandi keppni sem fram fór 21. mars síðastliðin.

Áfram við :)

Matseðill 3-6.apríl

Þriðjudagur 3.april

Grænmetisbuff, kartöflumús, grænmeti, ávextir

Miðvikudagur 4.april

Kjuklingaleggir, ofnbakaðar grænmeti, ávextir

Fimmtudagur 5.april

Fiskur í raspi, soðnar kartöflur, remulaði, grænmetisalat, ávextir

Föstudagur 6.april

Grjónagrautur, slátur, brauð með osti, ávextir

 

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU