VALMYND ×

Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fer fram í Hömrum á Ísafirði þriðjudaginn 13. mars kl 17:00.

 

Tveir nemendur frá Grunnskólanum á Suðureyri taka þátt að þessu sinni. Stefán og Svanfríður komust áfram í undankeppni sem haldin var nýverið og erum við því með tvo flotta fulltrúa í keppninni í ár. Við hvetjum áhugasama til að mæta og fylgjast með.

Matseðill 5-9.mars

Mánudagur

Hakksúpa, brauð, ávextir

Þriðjudagur

Plokkfiskur, soðnar kartöflur, grænmeti og ávextir

Miðvikudagur

Gúllas, hrisgrjón, salat, ávextir

Fimmtudagur

Kjötfarsbollur, kartöflur, grænmeti og ávextir

Föstudagur

Ofnbakaður fiskur, grænmeti, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Bíókvöld

Pixabay
Pixabay

Í kvöld, þriðjudag 27. febrúar verður bíókvöld í skólanum.

Krakkar í 1. - 4. bekk geta mætt kl. 17:00, bíóinu lýkur svo kl. 19:00.

Krakkar í 5. - 10. bekk geta mætt kl. 19:00 og bíóinu lýkur svo kl. 21:00.

Verð 300 kr.

Ekkert gos eða nammi, einungis mæta með góða skapið :)

 

                                        Kveðja,

                                        Nemendaráðið

Upplestrarkeppni hjá 7.bekk

1 af 3

Fimmtudaginn 22.febrúar var haldin upplestrarkeppni 7.bekkinga hér í Grunnskólanum á Suðureyri. 11 nemendur úr 7.bekk á Grunnskólum Þingeyrar, Önundarfjarðar og Suðureyrar öttu kappi og var dómnefnd skipuð einvalaliði Súgfirðinga þeim Þóru Þórðardóttur og Kristínu Ósk Egilsdóttur. Yfirdómari var Guðrún Birgisdóttir. Keppnin tókst með eindæmum vel og voru þrír nemendur valdir til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Hömrum þann 13.mars næstkomandi. 

Við hér í grunnskólanum erum svo lánsöm að tveir okkar nemenda komust áfram í Stóru upplsestrarkeppnina, þau Stefán Chiaophuang og Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir. Nemandi í Grunnskóla Önundarfjarðar komst einnig áfram, Sylvía Jónsdóttir. 

Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni. 

 

Matseðill 19-23. febrúar

Mánudagur

Grjónagrautur, brauð með eggi, grænmeti, ávextir

Þriðjudagur

Gúfusoðinn fiskur, soðnar kartöflur, grænmeti, ávextir

Miðvikudaur

Tortilla með hakki, grænmeti, ávextir

Fimmtudagur

Fiskur í raspi, kartöflur, sósa, salat, ávextir

Föstudagur

Karrí kjuklingur, nuddlur, ávextir

 

VERÐI YKKUR Á GÓÐU

Lestrarsprettur

Nú er lestrarsprettur hafin hjá nemendum í 1. - 4. bekk. Markmiðið er að hver nemandi lesi að lágmarki 30 mínútur á dag bæði heima sem og í skóla. Nemendur stefna á að lesa um 10.800 mínútur á tímabilinu en því lýkur 16. mars. Að þessum spretti loknum munu nemendur gera  sér glaðan dag en þau eru búin að velja hvað það er.

Löng helgi

Á morgun miðvikudag er starfsdagur og síðan taka við tveir vetrarfrís dagar. Nemendur mæta aftur í skólann mánudaginn 19. febrúar. Góða helgi.

Búningadagur

Á morgun þriðjudaginn 13. febrúar verður búningadagur í skólanum. Við hvetjum alla til þess að mæta í búningi.

kveðja, nemendaráðið

Kynning á ferðalagi um Suðurströndina

1 af 3

Sæl öllsömul

 

Hér koma nokkrar myndir frá frábærum fyrirlestrum sem nemendur á miðstigi héldu fyrir foreldra og aðstandendur. Þrátt fyrir mikinn spenning og stress tímann á undan þá stóðu þau sig stórkostlega og allir skemmtu sér vel. Þar með lauk hugaferðalagi krakkana um Ísland og nú tekur við að læra um Víkinga og sögu Íslands. 

 

Ég vil sérstaklega þakka þeim foreldrum sem sáu sér fært að mæta og mun senda glærurnar á alla foreldra á miðstigi til að nemendur geti sýnt ykkur hugmynd sína að ferðalagi um Suðurlandið fyrir ykkur sem komust því miður ekki. 

 

Kær kveðja, Sædís

Þorrablót

Föstudaginn 2. febrúar ætlum við að halda Þorrablót í Félagsheimilinu. Húsið opnar klukkan 18:30 og borðhald hefst klukkan 19:00. Gestir koma með sinn eigin mat en kaffi og konfekt verða í boði að borðhaldi loknu. Vinsamlegast athugið að börn eru á ábyrgð forsjáraðila.

Aðgangseyrir er 500kr.

það er ennþá hægt að skrá sig. Endilega hafið samband við okkur (Tara, Svala, Ólöf, Emilia eða Magdalena).

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn foreldrafélagsins.