VALMYND ×

Fréttir

Nýjar bækur á bókasafnið

1 af 2

Um 40 nýir titlar bættust við bóksafnið í dag. Þannig nú er rétti tíminn fyrir nemendur til að klára þær bækur sem þeir eru með og finna sér góða bók til að lesa fram að jólum. Við höfum ákveðið að byrja nýja hefð í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Nemendur í 4. bekk fá að velja sér bók sem þeir fá fyrstir lánaðar. Við höfum merkt bækurnar eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þannig framvegis viti allir hver valdi bókina upphaflega.

Við hvetjum alla til að gefa bækur í jólagjafir og gefa sér tíma til að lesa fyrir og með börnum.

Jólaföndur

Jólaföndur Foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri verður haldið MÁNUDAGINN 11.DESEMBER kl.16:00 í matsal grunnskólans. Verð á barn er 500kr.

Athugið að börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna.

 

Jólakveðja, Stjórn Foreldrafélagsins

Slökkviliðið heimsækir 3. bekk

1 af 2

Í dag fengum við heimsókn frá slökkviliðinu.

Þeir komu til að ræða eldvarnir við 3. bekk líkt og undanfarin ár. Nemendur fengu smá gjöf frá slökkviliðinu auk spurningarblaðs sem þau tóku með sér heim.

Við hvetjum alla til að huga að eldvörnum núna fyrir jólahátíðina og foreldra til að ræða við börnin sín um eldvarnir.

Opin dagur

Fimmtudagur 7. desember verður opin dagur í skólanum. Foreldrar og forráðamenn eru þá sérstaklega velkomnir í heimsókn. Skólinn er að sjálfsögðu alltaf opin foreldrum og forráðamönnum og þeir alltaf velkomnir í heimsókn.

Á fimmtudaginn hvetjum við foreldra sérstaklega til að gera sér ferð í skólann og hlökkum við til að sjá sem flesta.

Matseðill 4-8. desember

Mánudagur

Fiskisúpa og brauð, ávextir

Þriðjudagur

Baunabuff, cous-cous, salat, sósa, ávextir

Miðvikudagur

Kjöt í karrí, hrisgrjón, salat, ávextir

Fimmtudagur

Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti, ávextir

Föstudagur

Fiskur í raspi, kartöflur, grænmeti og ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Lestrarbingó

Nemendur í 1. - 4. bekk fengu lestrarbingó heim með sér í gær. Markmið með því er að lesa í 15. mínútur á dag, bók að eigin vali. Þetta er jólabingó og meðal annars á að lesa með kakó bolla, liggjandi á gólfinu eða með húfu á höfðinu. Þau merkja síðan við þegar þau eru búin. Miðanum á að skila 15. desember og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt í lokin. Það er um að gera fyrir foreldra að taka þátt með nemendum og hafa gaman af. Lestur er lykill að ævintýrum.

Jólabíókvöld.

Þriðjudaginn 28. nóvember verður jólabíókvöld í skólanum. Sýning fyrir 1.-5. bekk er kl: 18:00-19:45 og sýning fyrir 6. - 10. bekk er kl: 20:00-21:45. Aðgangseyrir er kr. 300.,- Systkinaafsláttur:  tvö kr. 500.,-, þrjú kr. 700,-. Ekki er leyfilegt að mæta með gos eða nammi, einungis GÓÐA SKAPIÐ! 

Nemendaráðið.

 

Lús og njálgur

Bæði lús og njálgur eru nú á sveimi í sveitarfélaginu. Engar tilkynningar um slíkt hafa borist Grunnskólanum á Suðureyri.

Við biðjum foreldra um að vera á varðbergi og láta skólann vita um leið ef upp koma smit.

,,Stillum saman strengi"

Pixabay:
Pixabay:
Til hamingju
Haustið 2014 fór Ísafjarðarbær af stað með verkefni sem fékk nafnið Stillum saman strengi og miðar að því að bæta námsárangur barna í Ísafjarðarbæ.
Nýjustu niðurstöður samræmdra prófa gefa okkur byr undir báða vængi, þar sem einkunnir nemenda í 4. bekk eru töluvert yfir landsmeðaltali, bæði í íslensku og stærðfræði. Einkunnir nemenda í öðrum árgöngum fara hækkandi og niðurstöðurnar sýna að okkar nemendur virðast vera ívið sterkari í stærðfræði en íslensku.
Þrátt fyrir að ástæða sé til að fagna góðum árangri í skólunum okkar megum við samt ekki sofna á vaktinni. Við þurfum öll að hafa samstillta strengi, fyrir börnin.
 
Margrét Halldórsdóttir,
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs

Meira

Myndlistamaður í heimsókn

1 af 2

Halla Birgisdóttir kom og hitti 7. til 10. bekk í dag í tilefni degi myndlistar. Heimsókn Höllu er hluti af verkefni sambands íslenskra myndlistamanna sem gengur út á að listamenn heimsæki skóla eða skólar fari og heimsæki myndlistarmenn.

Halla ræddi við nemendur um tilgang listar og fór yfir hvernig list hún skapar. Leið hennar að listinni, en hún setti sér t.d. það markmið að teikna eina mynd á hverjum degi. Halla teiknar myndir, býr til bækur með myndum og texta við þær og gerir stutt myndbönd þar sem teikningar hennar hreyfast.

Halla hvatti nemendur til að fara á listsýningar og rækta þá list sem þau hafa áhuga á. Við þökkum Höllu kærlega fyrir heimsóknina.