
Hugmyndakassi- matseðill- lýðræði!
Um daginn settum við (matráður og kennarar) upp hugmyndakassa í matsalnum og krakkarnir máttu skrifa á miða hugmyndir af mat sem ég (matráður) ætti að elda handa þeim. Margar góðar hugmyndir komu upp úr kassanum en vinsælast var þó HAKK OG SPAGETTÍ, þar á eftir kom LASAGNE og í því þriðja var það gamla góða PIZZAN. Kassinn er komin aftur upp og megið þið krakkar endilega halda áfram að skrifa á miða og setja í hann. Mega vera margar hugmyndir á einum miða. Frumlegar, skrýtnar, fyndnar, allskonar hugmyndir eru vel þegnar EN einungis ein hugmynd af sama mat frá einu barni. Inni í fréttinni má sjá listann allann.
Meira