VALMYND ×

Fréttir

Vetrarfrí

Á morgun föstudag 20. okt. og á mánudaginn 23. okt. er vetrarfrí í skólanum. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá á þriðjudaginn 24. október.

 

Njótið samverunnar :)

Heimsókn frá Björgunarsveitinni Björg

Yngri hópur fékk mjög svo skemmtilega heimsókn um daginn frá Björgunarsveitinni. Þau hafa verið að læra um hafið undanfarnar vikur, líf í hafinu, fiskveiðar og svo núna öryggi á sjó. Eftir að hafa lært um starf björgunarsveitar og þá miklu vinnu sem björgunarsveitarmeðlimir leggja á sig í þágu almennings tóku þau ákvörðun um að skrifa björgunarsveitinni bréf og þakka þeim fyrir allt sem þeir gera fyrir okkur íbúana á Suðureyri. Síðan kom hann Valur í heimsókn og nemendur fengu að prufa hjálminn hans og ljósið og læra um sögu Björgunarsveitarinnar Bjargar og bíða öll spennt eftir nýjum bát sem von er á í byrjun næsta mánaðar. Í lokin fengu svo allir lyklakyppu að gjöf og voru þau mjög þakklát fyrir. 

Takk fyrir okkur Björgunarsveitin Björg. 

19. Október

Það vantar ekkert upp á útsýnið þessa dagana
Það vantar ekkert upp á útsýnið þessa dagana

Vegna starfsmannafundar allra starfsmanna Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 19. október ljúkum við kennslu fyrir hádegi. Nemendur fá hádegismat fyrir hádegi og verða allir á heimleið um kl 12:00. Starfsmenn Ísafjaðarbæjar hittast á Torfnesi 12:30 og verða fram eftir degi að vinna að þjónustustefnu Ísafjarðarbæjar.

Matseðill 16-20.október

Mánudagur


Kjuklinga- og pastasúpa, brauðteningar, ávextir


Þriðjudagur


Spínatfiskur, kartöflur, grænmetisalat, ávextir


Miðvikudagur


Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti, ávextir


Fimmtudagur


Súkkulaði skyr, samloka með osti, ávextir


Föstudagur


Vetrarfrí

Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar

Á morgun þriðjudag 17. okt. kl 17:00 verður haldinn fundur í skólanum vegna endurskoðunar á skólastefnu Ísafjarðarbæjar. Aðstandendur og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma og taka þátt í vinnu við endurskoðun á skólastefnunni. Fjölmennum og höfum áhrif!

Hér er hægt að skoða núverandi skólastefnu.

Íþróttir

Nú er sundinu lokið í bili en við tökum upp þráðinn aftur í apríl. Íþróttir verða hér eftir inni öllu jafna. Það er því mikilvægt að nemendur taki með sér inni íþróttaföt og handklæði.

Matseðill 9-13 október

Mánudagur

grænmetissúpa, brauð með áleggi, grænmeti og ávextir

Þriðjudagur

Fiskibollur, soðnar kartöflur, köld sósa, grænmetissalat, ávextir

Miðvikudagur

Hakk og spaghetti, salat, ávextir

Fimmtudagur

                           Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð, smjörvi og tómatsósa, ávextir

                                                                              Föstudagur

                                                                              Lambagúllas, hrisgrjón, salat, ávextir

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Flateyrarleikarnir

Í dag fóru nemendur í 1. - 7. bekk til Flateyrar og tóku þátt í skemmtilegum leik. Nemendur frá Þingeyri og Súðavík mættu einnig.  Í ár var ákveðiði að nefna leikana Flateyrarleikana. Nemendum var skipt í hópa og þurftu þeir síðan að leysa þrautir út um allan bæ. Má nefna taka mynd af krumma, mynda Flateyri, leysa þrautir og gefa skólastjóranum á Flateyri haustvönd. Hægt var að fá stig fyrir hverja þraut og einnig var hægt að ná í bónusstig m.a. að spá fyrir heimamanni, gera góðverk og finna skurðgröfu. Þetta gekk frábærlega og allir kátir og hressir. Í lokinn var boðið upp á grillaðar pylsur og ís. 

Öðruvísileikarnir

Á föstudaginn 6. okt. fara fram Öðruvísileikar á Flateyri. Á öðruvísileikunum koma nemendur í 1. - 7. bekk á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri saman og skemmta sér og keppa í allskonar öðruvísi íþróttagreinum. Lagt verður af stað með rútu frá Suðureyri kl 08:20 og haldið til Flateyriar. Mikilvægt er að nemendur komi nestaðir og klæddir eftir veðri en svo verður öllum boðið upp á hádegismat kl 11:30 á Flateyri. Nemendur halda svo heim á leið 12:00 og áætluð heimkoma er um 12:30.

Hrekkjavökuball

Fimmtudaginn 5. október ætlar nemendaráðið að halda hrekkjavökuball í skólanum. Nemendur mega mæta í búningum og farið verður í allskonar leiki. Bannað er að koma með nammi og gos. Ekki gleyma góða skapinu heima. Ballið byrjar kl: 19:30. 1. - 4. bekkur er til kl: 21:00 og 5. - 10. bekkur er til kl: 21:30. Það kostar kr. 300,- inn. Bannað er að koma með sverð, byssur og önnur vopn.

Nemendaráðið.