VALMYND ×

Fréttir

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið verður haldið mánudaginn 18. september. Nemendur verða á ferðinni milli 09:20 og 11:10. Nemendur borða „létt nesti“ (aukanesti, ávextir eða álíka) fyrir hlaupið en fá svo nestistíma eftir hlaupið. Við hvetjum alla til að sýna nemendum tillitsemi á meðan á hlaupinu stendur. Nemendur stóðu sig mjög vel í fyrra og við ætlum okkur auðvitað að gera enn betur í ár.

Handþurrkugerð

Í fyrra báðum við fólk að gefa okkur handklæði sem ekki væri þörf á lengur. Velunnarar skólans brugðust við og fengum við þónokkur handklæði gefins. Ætlunin var að útbúa fjölnota handþurrkur fyrir nemendur. Við lok skóladags í dag voru fáir nemendur eftir sökum leyfa og veikinda í eldri hóp. Því var brugðið á það ráð að byrja vinnu við handþurrkugerðina. En við ætlum okkur að grípa í þetta umhverfisverkefni öðru hvoru. Við þiggjum gjarnan fleiri handklæði, það er fínt að skilja þau eftir á borði innan við anddyrið.

Hattadagur

Á morgun þriðjudaginn 12. september verður hattadagur í skólanum. Hvetjum alla til þess að mæta með hatta á höfðinu (t.d. derhúfu, kúrekahatt eða eitthvað annað sem þið finnið til heima hjá ykkur). Kveðja nemendaráðið.

Göngum í skólann

Mánudaginn 11. september hefst hið árlega átak Göngum í skólann í Grunnskólanum á Suðureyri. Göngum í skólann var sett af stað í gær á landsvísu. Grunnskólinn á Suðureyri ætlar líkt og undanfarin ár að taka þátt með því að leggja áherslu á að nemendur komi gangandi eða hjólandi í skólann í tvær vikur 11. - 22. september. Við hvetjum foreldra og nemendur til þess að sleppa öllum akstri til skóla á meðan á átakinu stendur. Þeir sem koma lengra að geta t.d. hleypt nemendum út við sumarróló eða leikskólann.

Leikjakvöld

Miðvikudaginn 6. september er nemendaráðið með leikjakvöld. Leikjakvöldið hefst klukkan 17:00-18:30 og er úti. Mæting á skólalóð. Munið að vera klædd eftir veðri. Ekki gleyma góða skapinu heima!

Útiíþróttir

Á meðan veður leyfir, í það minnsta út september verða útiíþróttir alla daga. Nemendur eiga að mæta með föt sem hæfa veðri hverju sinni auk handklæða. Eldri nemendur taka með sér föt alla daga en yngri nemendur fara ekki í sturtu á fimmtudögum og eru því í rólegri tíma á fimmtudögum.

Sundkennsla fer fram í lotum og reiknum við með að fyrsta lotan verði innan tíðar. Foreldrar og nemendur fá tilkynningu þegar að því kemur.

Erlendur kennari í heimsókn

Agnieszka Malkin kom og heimsótti skólann okkar í dag alla leið frá Póllandi. Hún er að vinna rannsókn sem ber enska heitið ,,The Utilisation of Internal and External Space within Schools in Iceland“. Agnieszka var mjög hrifin af skólanum og umhverfi hans. Við þökkum henni kærlega fyrir heimsóknina og áhugavert spjall um skóla og menntamál.

Skólasetning og nýir starfsmenn

Í dag er skólasetning og markmiðsviðtöl í skólanum. Þeir foreldrar sem komast ekki eða hafa ekki fengið tíma hjá umsjónarkennara eru beðnir um að hafa samband við skólann.

Tveir nýir starfsmenn hafa hafið störf við skólann. Það eru þær Aldís Jóna Haraldsdóttir og Sædís Ólöf Þórisdóttir og bjóðum við þær velkomnar.

Grunnskólinn á Suðureyri - Ræsting

Grunnskólinn á Suðureyri - Ræsting
Grunnskólinn á Suðureyri auglýsir laust til umsóknar starf við ræstingu í skólanum. Um er að ræða u.þ.b. 45% starfshlutfall  í tímamældri ákvæðisvinnu (um 3,5 tíma á dag). Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við FOSVest/VerkVest. 
 
Umsóknum skal skilað til Þormóðs Loga Björnssonar, skólastjóra, á netfangið thormodurbj@isafjordur.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2017Nánari upplýsingar veitir Þormóður Logi, í síma 450-8395 eða í tölvupósti.

Meira

Skóladagatal 2017-2018

Skóladagatal Grunnskólans á Suðureyri er nú aðgengilegt á heimasíðu skólans hér eða í valmynd hér vinstra megin við fréttirnar.

 

Skólasetning fer fram með viðtölum líkt og undanfarin ár miðvikudaginn 23. ágúst.

 

 

Gleðilegt sumar :)