| föstudagurinn 13. maí 2016

Síðasti sundtíminn hjá 10 bekk

Dásemdar börn
Dásemdar börn

10. bekkur fór í sinn síðasta sundtíma við Grunnskólann á Suðureyri fyrir helgi, af því tilefni breyttum við aðeins til og höfðum fatasund. Allir skemmtu sér mjög vel og á ég eftir að sakna þeirra og þakka þeim fyrir að gera veturinn eftirminnilegan og umfram allt skemmtilegan.

| miðvikudagurinn 11. maí 2016

10. bekkur prufar nýtt prófakerfi

Í dag fengu nemendur í 10. bekk að prufa nýtt rafrænt prófakerfi sem er verið að þróa fyrir samræmd könnunar próf. Við prufuðum að taka prófið í spjaldtölvu, á borðtölvu og á sýndarþjóni. Frá og með næsta ári taka allir nemendur samræmd próf rafrænt. Þann 26. maí munum við svo taka þátt í frekari prufum, en þá mun 3. bekkur prufa kerfið. Þetta er auðvitað góð reynsla fyrir nemendur sem munu þreyta prófin rafrænt í haust.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 9. maí 2016

Matseðill 9-13. maí

Mánudagur 9.maí

Pastaréttur (pasta, spinat, beikon, sveppir, ostasósa), salat

Þriðjudagur 10.maí

Fiskur í raspi, kartöflur, salat, sósa

Miðvikudagur 11.maí

Hakk, tacosósa, hrisgrjón, salat

                                                                                     Fimmtudagur 12.maí

                                                                                     Lambagulash, kartöflur, salat

                                                                                     Föstudagur 13.maí

                                                                                     Ofnbakaður fiskur, salat, kartöflur, sósa

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

| föstudagurinn 6. maí 2016

Samkeppni um merki fyrir skólann

Frestur til að senda inn tillögur er að renna út í kvöld. Nú hafa borist 52 tillögur í keppnina. Flestar frá nemendum en einnig bárust nokkrar tillögur annarstaðar frá. Eftir helgi tekur við erfitt starf dómnefndar að velja úr þessum frábæru tillögum. Valdar verða 3 tillögur sem síðan verður kosið um á síðu skólans. Niðurstöður dómnefndar er að vænta í næstu viku. Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir.

| miðvikudagurinn 4. maí 2016

Merki „lógó“ skólans

Nú fer hver að verða síðastur til þess að taka þátt. Við tökum við hugmyndum fram á föstudag. Fjölmargar hugmyndir eru nú þegar komnar í hús, en við hvetjum áhugasama til að henda í hugmynd og setja mark sitt á skólasöguna um aldur og ævi.

Hægt er að lesa meira um málið hér.

| mánudagurinn 2. maí 2016

Handbolti og tilraunir

Fyrir helgi fengum við heimsókn frá handboltadeild Harðar. Grétar þjálfari kom og gaf skólanum mjúkbolta sem eru gefnir af HSÍ vegna átaks sem þeir eru í. Mjúkboltar eru sérstaklega gerðir fyrir yngri krakka. Það er auðveldara að grípa þá og ekki vont að fá þá í sig. Nemendur í yngri hóp tóku á móti gjöfinni og fengu svo að spreyta sig í því að kasta á milli og læra að nota boltanna saman.

Á miðstigi ræddum við um stöðurafmagn og nemendur fengu að skoða og prufa stöðurafmagnspinna sem lætur hluti svífa.

Hægt er að sjá myndir frá deginum hér.

| fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Hvað er í kassanum?

Í dag komu nemendur úr Tjarnabæ, sem byrja í skólanum í haust, í heimsókn. Nemendur sungu saman og lærðu um vöðvana, t.d. hvað við notum mikið af vöðvum þegar við brosum eða erum í fýlu.

Því næst var komið að kassanum. Friðrika nemandi okkar í 1. bekk hafði tekið með sér áhugaverðan hlut sem hún vildi sýna samnemendum sínum. Nemendur fengu að giska á hvað væri í kassanum og voru þau með ýmsar hugmyndir um hvað gæti verið í kassanum. Var kannski froskur, leikfangabíll nú eða kannski kónguló. Skólastjórinn stakk upp á því að það væri kannski kind í kassanum. En nemendur voru því ekki sammála, enda kæmist kind ekki fyrir í svona litlum kassa, nema hún væri mjög lítil.

Í kassanum leyndist strútsegg sem nemendur fengu að skoða. Miklar umræður sköpuðust um hvernig dýr strútar eru og við skoðuðum muninn á hænueggi og strútseggi. Miklar pælingar voru um það hversu stórt spælt egg eða eggjakaka úr strútseggi væri. Það treysti sér enginn til að borða svoleiðis aleinn.

Hægt er að sjá fleiri myndir hér.

Við hvetjum foreldra eindregið til að leyfa nemendum að koma með áhugaverða hluti í skólann í samstarfi við kennara.

| miðvikudagurinn 27. apríl 2016

Læsisráðgjafi í heimsókn

Í gær fengum við góða heimsókn. Ingibjörg Þorleifsdóttir læsisráðgjafa frá læsisteymi Menntamálastofnunar kom og var með okkur allan daginn. Ingibjörg heimsótti nemendur í kennslu og spjallaði við kennara um leiðir til að efla læsi í Grunnskólanum á Suðureyri. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir góð ráð og góða samveru.

| mánudagurinn 25. apríl 2016

Kynfræðsla á Þingeyri

1 af 4

Við Súgfirðingar kíktum yfir í Dýrafjörðin í dag þar sem nemendur í 9. og 10. bekk frá Suðureyri og Þingeyri fengu einkar skemmtilegan fyrirlestur og spjall með Siggu Dögg kynfræðingi. Rætt var um kynlíf, kynhneigð og getnaðarvarnir svo eitthvað sé nefnt. Við hvetjum foreldra til að nýta tækifærið og ræða við börnin sín um fyrirlesturinn og kynlíf almennt.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 25. apríl 2016

Matseðill 25-29.apríl

Mánudagur 25.apríl

Grænmetisúpa, brauð með osti

Þriðjudagur 26.apríl

Fiskibuff, hrisgrjón, salat, sósa

Miðvikudagur 27.apríl

Kjuklingabaunaréttur, kartöflur, salat

Fimmtudagur 28.apríl

Hakk og spaghetti, salat

Föstudagur 29.apríl

Soðinn fiskur, kartöflur, soðnar grænmeti, rugbrauð

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Eldri færslur

« 2020 »
« September »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Vefumsjón