VALMYND ×

Fréttir

Matseðill 24 apríl-28 apríl

Mánudagur Grjónagrautur með kanil og rúsínum, kalt slátur, pizzasnúðar, vatn/mjólk og ávextir

 

Þriðjudagur Steiktur fiskur í raspi, soðnar kartöflur, soðið grænmeti, remúlaði/tómatsósa, vatn/mjólk og ávextir

 

Miðvikudagur Kjöt í káli, soðnar kartöflur, smjörbráð, soðið grænmeti, vatn/mjólk og ávextir

 

Fimmtudagur nautakjöt m/grænmeti í sósu, núðlur, vatn/mjólk og ávextir

 

Föstudagur skyr og brauð með áleggi, vatn/mjólk og ávextir

Páskafrí

Nú líður að páskafríi nemenda. Frá föstudegi eru nemendur komnir í páskafrí. Fyrsti skóladagur eftir páska er miðvikudagur 19. apríl.

Nemendur mæta kl 08:00 og það er hefðbundin kennsla miðvikudag, fimmtudag og föstudag.

 

Gleðilega páska öll sömul :)

Hjólaöryggi

Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.

 

Lesið meira með því að opna fréttina.


Meira

Glæsilegum degi lokið

Í gær fór fram árshátíð Grunnskólans á Suðureyri og heppnaðist dagurinn mjög vel. Rennsli fór fram um morguninn og síðan generalprufa. Hestinum var gefið og báðar sýningar um kvöldið heppnuðust einkar vel. Nemendur með pólsku sem móðurmál sýndu leikritið ,,Munið eftir garðinum“ með íslenskum texta á skjávarpa og var það einkar skemmtilegt leikrit með fallegum boðskap. Allir nemendur skólans sýndu svo leikritið um ræningjadóttir nokkra. Það gekk mjög vel og stóðu nemendur sig frábærlega í báðum leikritum. Það er enginn spurning um að það voru þó nokkrir leiksigrar í gær. Að seinni sýningu lokinni var síðan diskó og nemendur dönsuðu og skemmtu sér fram á rauða nótt. Við erum þakklát fyrir allan stuðning og góða mætingu, en vel yfir 100 manns sáu leikritin á sýningunum tveim. En umfram það erum við stolt af okkar nemendum og dugnaði þeirra og elju við að setja upp og vinna að þessari stórkostlegu árshátíð.

Leikskrá má skoða hér.

Myndir frá sýningunum má skoða hér.

Matseðill 27-31 mars

Þessa vikuna mun ég elda upp úr Disney Matreiðslubókinni ýmsa góða rétti.

 

Mánudagur Gulrótarsúpa Kaninku og heimabakað brauð með osti og tómat/agúrku

Þriðjudagur Fiskifingur Andrésar andar, steiktar kartöflur, salat og sýrður rjómasósa með hvítlauk/steinselju

Miðvikudagur Smalabaka Ömmu andar, salat

Fimmtudagur  Mangó kjúklingur Klöru Bellu, kúskússalat Króks

Föstudagur Fiskigratín Skellibjöllu, soðnar kartöflur, rúgbrauð

Árshátíð

Árshátíð  Grunnskólans á Suðureyri verður haldin á fimmtudaginn 30. mars. Það verða tvær sýningar og byrja þær stundvíslega kl. 17:00 og 20:00. Verð á sýningu er kr. 1.000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Í ár flytja nemendur í pólsku stutt leikrit og síðan allir leikritið Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren.

Nemendur í 4. - 10. bekk þurfa að vera mættir kl. 09:00 út í félagsheimili, fimmtudag á æfingar. 1. - 3. bekkur mættir niður í skóla. 16:30 á fyrri sýningu og 19:30 á þá seinni. Að seinni sýningu lokinni er diskó til 22:00 hjá yngri (1. - 4.) og 23:00 hjá eldri (5. - 10.). Á föstudag hefst skólinn kl 09:40.

Handklæði

Nú er ráð að fara í gegnum skápana svona í tilefni þess að vorið er að nálgast og athuga hvort ekki séu þar einhver handklæði sem eru nánast aldrei notuð. Okkur vantar gömul handklæði sem við hyggjumst endurnýta hér í skólanum.

Þau verða klippt niður, þannig það sakar ekki þó þau séu eitthvað rifin. Það má gjarna skutla þeim inn í anddyri skólans við tækifæri. Við söfnum þeim svo saman og finnum þeim nýjan tilgang.

Matseðill 20 mars-24 mars 2017

  • Mánudagur Skyr og heimabakað brauð með osti/eggi

 

Þriðjudagur Fiskur í kókos raspi, salat og hrísgrjón

 

Miðvikudagur Heitt slátur, soðnar kartöflur, soðið grænmeti og jafningur

 

Fimmtudagur Kjöt í karrý, hrísgrjón og byggblanda, salat

 

Föstudagur Fiskréttur með grænmeti, steiktar kartöflur, salat

Viðburðaríkir dagar

Nemendur komu heim í gærkvöldi eftir viðburðaríka og skemmtilega viku.

Á mánudaginn lagði skólahreysti lið skólans af stað til Reykjavíkur. Við stoppuðum reglulega og hristum okkur og skiptum um sæti til að halda okkur ferskum fyrir keppnina. Þegar til Reykjavíkur var komið fengum við okkur salat og svo pizzu í eftirrétt, því salatið var ekki alveg að gera sig fyrir svanga ferðalanga.

Opnið fréttina til að lesa meira.

Hlekkur á myndasíðu er neðst í fréttinni.


Meira

Skólahreysti og Reykjarvíkurferð

Við erum núna að leggja í hann með skólahreystilið skólans til Reykjavíkur þar sem við munum etja kappi við aðra skóla á svæðinu. Langt er síðan Grunnskólinn á Suðureyri tók síðast þátt og vonum við að við getum skapað aftur hefð hér fyrir þátttöku í skólahreysti.

Í liði skólans eru Hera Magnea, Þorleifur, Hjördís, Krzysztof og Karolina.

 

Keppnin er á morgun og aðrir nemendur á unglingastigi fara ásamt skólum í Bolungarvík, á Þingeyri og Flateyri með rútu til Reykjavíkur  kl 06:00 í fyrramálið til að hvetja liðin áfram. Við munum svo öll gista saman í félagsmiðstöð í Breiðholti og fara á Skólaþing, á Bessastaði og á iðn- og verkgreinasýningu. Ásamt því að lyfta okkur upp með samveru, sundi og bíóferð. Síðan verður haldið heim á leið eftir hádegi á fimmtudaginn.