| miðvikudagurinn 16. mars 2016

Árshátíð Grunnskólans á Suðureyri

Árshátíð  Grunnskólans á Suðureyri verður haldin á morgun 17. mars. Það verða tvær sýningar, kl. 17:30 og 20:00. Verð á sýningu er kr. 1.000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 15 ára og yngri.

Nemendur mæta kl. 09:30 fimmtudag á æfingar. 17:00 á fyrri sýningu og 19:30 á þá seinni. Að seinni sýningu lokinni er diskó til 22:00 hjá yngri (1. - 4.) og 23:00 hjá eldri (5. - 10.). Á föstudag byrjar skólinn kl 09:40.

Við bættum við nokkrum myndum hér.

Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | þriðjudagurinn 15. mars 2016

Matseðill 14-18 mars

Mánudagur 14.mars

Skyr, mango sosa, brauð með osti, paprika og epli

Þriðjudagur 15.mars

Kjöt i tacosósu, hafragrjón, salat

Miðvikudagur 16.mars

Spinatfiskur, kartöflur, tómatsósa, grænmeti

Fimmtudagur17.mars

Makkaronugrautur, kanillsykur, rusinur, ávextir, PIZZUSNUÐAR

Föstudagur 18.mars

Fiskur í raspi, kartöflur, salat, sósa

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

 

| fimmtudagurinn 10. mars 2016

Undirbúningur árshátíðar

Nú styttist óðum í árshátíð Grunnskólans á Suðureyri 17. mars. Nemendur eru á fullu að undirbúa sig. Leik lesa, spá í búningum, græja sviðsmynd, redda leikmunum og syngja. Víkingur Kristjánsson er á fullu að vinna með leikurum og kennarar og starfsmenn hlaupa á milli og aðstoða eftir bestu getu. Dagarnir fram að árshátíðinni verða meira og minna tileinkaðir henni. Hægt er að skoða fleiri myndir frá undirbúningnum hér.

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | þriðjudagurinn 8. mars 2016

Skòlaheimsòkn

1 af 3

Ì dag komu elstu krakkarnir ùr leikskólanum í heimsôkn til okkar. Þetta er líður í því að undirbúa nemendur fyrir væntanlegri skólagöngu en þau mun heimsækja okkur 1x í viku fram á vor. Markmiðið er að þau kynnist skólastarfinu með því að taka þátt í sem flestum nàmsgreinum. Það var ekki annað að sjá en að þau væru öll mjög spennt og full tilhlökkunar. 

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 7. mars 2016

Matseðill 7-11.mars

Mánudagur 7.mars

Grjónagrautur, brauð með áleggi, soðnar egg

Þriðjudagur 8.mars

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð

Miðvikudagur 9.mars

Islenskt kjötsúpa, brauð

Fimmtudagur 10.mars

Kjötbollur úr grisahakki, kartöflur, sósa og salat

Föstudagur 11.mars

Ofnsteiktur fiskur og meðlæti

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Nemendaráð Grunnskólans á Suðureyri Nemendaráð Grunnskólans á Suðureyri | föstudagurinn 4. mars 2016

Vel heppnuð þemavika!

Í vikunni (29. febrúar - 4. mars) var þemavika í skólanum. Gaman var að sjá hversu margir tóku þátt. Við tókum nokkrar myndir af samnemendunum okkar og þökkum öllum fyrir þátttökuna og góða og skemmtilega viku! :)  Hér er hægt að skoða myndir frá þemavikunni.

-Nemendaráðið

| föstudagurinn 4. mars 2016

Stóru upplestrarkeppnin lokið

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Hömrum sal Tónlistarskólans á Ísafirði í gærkvöldi. Keppendur lásu brot úr bók Bryndísar Björgvinsdóttur og ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Fjölmargir gestir voru á hátíðinni og var hún vel heppnuð í alla staði. Hera Magnea okkar stóð sig einstaklega vel og var skólanum til mikils sóma. Að þessu sinni var það Sigrún frá Flateyri sem vann og óskum við henni og Grunnskólanum í Önundarfirði til hamingju með sigurinn.

 

 

| fimmtudagurinn 3. mars 2016

Vertu næs

1 af 4

Eldri hópurinn okkar fór á Ísafjörð á kynningu á Vertu næs sem er herferð sem Rauði krossinn er í. Þar eru landsmenn hvattir til að koma fram við náungann af virðingu sama hvaðan viðkomandi er. Meðal þess sem rætt var um var fordómar og þá sérstaklega duldir fordómar og muninn á samlögun við samfélag og samþættingu við það. Nemendur voru að vanda prúðir og ferðin heim og hádegishlé fóru í umræður um þessa skemmtilegu kynningu. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

| fimmtudagurinn 3. mars 2016

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninar

Í Hömrum sal Tónlistarskólans á Ísafirði

Fimmtudaginn 3. mars kl. 20:00.

Á hátíðinni munu 11 nemendur úr 7. bekk, þ.e 1 frá Flateyri, 1 frá Þingeyri, Hera Magnea frá Suðureyri, 3 frá Bolungarvík og 5 frá Ísafirði. Þau ætla að lesa brot úr sögu eftir Bryndísi Björgvinsdóttir og ljóð  eftir Guðmund Böðvarsson. Dómnefnd mun velja þrjá bestu upplesarana og veita  þeim verðlaun. Ungir hljóðfæraleikarar munu leika fyrir gesti á milli atriða.   Áætlað er að athöfnin standi í tvær klukkustundir.

Stóra upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði árið 1996 og er því  orðin 20 ára.

Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

| mánudagurinn 29. febrúar 2016

Stóra upplestrarkeppnin

Í morgun fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninar á Flateyri. Nemendur í 7. bekk frá Flateyri, Þingeyri og Suðureyri tóku þátt. Þrír nemendur voru valdir til að taka þátt í aðalkeppninni, Stóru upplestrarkeppninni sem fer fram á Ísafirði á fimmtudaginn.

Allir keppendur stóðu sig með prýði og voru dómarar ekki öfundsverðir að þurfa að velja aðeins þrjá fulltrúa til að taka þátt í aðalkeppninni. Þannig fór að Bríet frá Þingeyri, Sigrún frá Flateyri og Hera Magnea frá Suðureyri voru valdar. Við óskum Heru okkar til hamingju með þetta og þökkum kærlega fyrir flotta keppni og skemmtilegt tónlistaratriði á Flateyri.

Eldri færslur

« 2020 »
« September »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Vefumsjón