VALMYND ×

Fréttir

Vettvangsheimsókn í Bolungarvík

Nemendur í Skólahreystivali fóru í vikunni í heimsókn í Bolungarvík til að skoða og prufa hreystibrautina þar. Þetta gekk auðvitað ljómandi vel og erum við reynslunni ríkari. Við fengum góða aðstoð frá heimamönnum, nokkrum hressum 4. bekkingum sem gáfu ekkert eftir í keppnum við unglingana okkar. Að sjálfsögðu tókum við fullt af myndum og það er hægt að skoða þær hér.

Sundið hefst

1 af 2

Ástrós Þóra Valsdóttir mun sjá um íþróttir og sund út skólaárið. Við bjóðum hana auðvitað hjartanlega velkomna í hópinn.

Á morgun miðvikudag 8. febrúar fara nemendur í sund í stað íþrótta. Sund verður framvegis á þriðjudögum og miðvikudögum.

Við gætum þurft að taka nokkrar vikur þar sem það verður einnig sund á mánudögum. Við látum vita ef af því verður.

Rauður dagur

Mynd: Pixabay
Mynd: Pixabay

Febrúar er hjartamánuðurinn og við fögnum honum á morgun, föstudaginn 3. febrúar með því að mæta í rauðu í skólann.

 

Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hefur síðan þróast hjá þeim í gegnum árin og að þessu sinni er allur mánuðurinn undir, efnið óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla. Við ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í þessu og hvetjum alla til að klæðast rauðu á morgun.

 

Nánari upplýsingar um hjartamánuð má nálgast á facebook síðu verkefnisins hér eða á twitter @gorediceland undir myllumerkinu #hjartaðmitt

Þorrablót

Þorrablót foreldrafélags Grunnskólans verður haldið föstudaginn 10.febrúar í Félagsheimilinu. Borðahald byrjar klukkan 19:00 en húsið opnar klukkan 18:30.  Gestir koma með eigin mat en kaffi og konfekt verður í boði að borðhaldi loknu. Aðgangseyrir er 700 krónur. Nemendur fengu miða með sér heim í dag en þar skrá þau sig og gesti sín á blótið og skila til kennara síðasta lagi á föstudaginn 3. febrúar.

Munum að við erum að gera þetta fyrir börnin okkar og að þarna gætu myndast minningar sem endast þeim ævilangt.

Lestrarsprettur

Nú er að hefjast lestrarátak hjá okkur í 1. - 3. bekk en það byrjar í dag og lýkur 24. febrúar.  Markmiðið er að nemendur lesi að lágmarki í 30 mínútur á dag. Reiknað er með því að nemendur lesi 15 mínútur í skólanum og að lágmarki 15 mínútur heima. Nemendur stefna að því að lesa um 9000 mínútur á þessu tímabili. Ef það næst munum við gera okkur glaðan dag en þau eru búin að velja hvað verður gert.

Foreldrafélag

Nú viljum við reyna aftur og boðum foreldra til fundar í foreldrafélaginu. Fundur á morgun fimmtudaginn 26. janúar klukkan 17:30 í grunnskólanum. Vonandi að sem flestir sjái sér fært á að mæta. 

Matseðill fyrir vikuna 23-27 janúar

Matseðillinn fyrir þessa vikuna hljóðar svo

 

Mánudagur Grjónagrautur, slátur,sviðasulta, heimabakað gróft kornabrauð. Vatn og mjólk að drekka. 

 

Þriðjudagur Gufusoðinn fiskur með osti og kryddi,ferskt salat og steiktir kartöflubátar. Vatn og mjólk að drekka.

 

Miðvikudagur Hakk og spagettí! Vatn og mjólk að drekka.

 

Fimmtudagur Kjöt í karrý, hrísgrjón, ferskt salat. Vatn og mjólk að drekka.

 

Föstudagur Soðinn fiskur, soðið grænmeti, soðnar kartöflur. Vatn og mjólk að drekka.

 

Verði ykkur að góðu.

 

Kveðja Petra *le chef*  

 

Golf

1 af 2

Í íþróttum í dag fengu nemendur stutta golfkynningu og þau fengu svo að æfa grip og slá bolta. Ekki voru allir sammála um að þetta væri íþrótt, en það var mikið hlegið og boltarnir ýmist svifu, rúlluðu eða færðust ekki neitt. Þau fá svo tækifæri til að prófa golf aftur seinna á önninni.

Foreldrakönnun skólapúlsins

Kæru foreldrar og forráðamenn, í febrúar fer fram könnun skólapúlsins hjá foreldrum um líðan, álit og athugasemdir foreldra til skólans. Við metum það mikils ef þið eruð tilbúin að gefa ykkur smá stund til að svara þessu fyrir okkur. Við lítum svo á þetta sem mikilvægt tæki til að betrumbæta skólastarfið. Allar ábendingar, góðar sem slæmar, eru vel þegnar.

Við viljum vekja athygli ykkar á því að það er hægt að svara könnuninni á pólsku og ensku auk íslensku.

 

Við þökkum fyrir og vonumst eftir þátttöku þinni. Nánari upplýsingar má nálgast hér á íslensku.

We thank you and hope for your participation. You can read more about the survey here in english.

Dziękujemy i mamy nadzieje na wzięcie udziału. Więcej informacji o ankiecie po polsku tutaj.

Námsmat

Mynd: Alexander Pálmi Oddsson
Mynd: Alexander Pálmi Oddsson

Í dag fá nemendur með sér heim námsmat og á morgun og miðvikudag eru foreldraviðtöl. Auk venjulegs námsmats eru nemendur metnir út frá lykilhæfni líkt og í fyrra. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ræða námsmatið við börn sín og ákveða hvort og þá hvað eigi að bæta á komandi önn.