Fréttir vikunnar 8.-12.mars

Veitingar á miðstigi í tilefni góðs gengis á lokahátíð Stóru upplestrararkeppninnar
Veitingar á miðstigi í tilefni góðs gengis á lokahátíð Stóru upplestrararkeppninnar
1 af 3

Í fréttum vikunnar er það helst að tveir  nemendur 7.bekkjar tóku þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Hömrum á miðvikudaginn. Þeir stóðu sig báðir mjög vel, annar þeirra lenti meira að segja í verðlaunasæti og við erum að rifna úr stolti. Þetta gerist ekki af sjálfu sér, þeir hafa fengið góða handleiðslu og eru búnir að vera mjög duglegir að æfa sig og það skilaði sér sannarlega. Í tilefni þessa bauð kennarinn þeirra upp á má veitingar í dag og á meðfylgjandi mynd má sjá lesarana gæða sér á þeim.

Við, eins og aðrir grunnskólar, áttum i basli með að ljúka íslenskuprófinu í 9.bekk á mánudaginn, nemendur duttu út aftur og aftur og voru í vandræðum með að skrá sig inn aftur. Menntamálaráðuneytið hefur nú ákveðið að prófin sem eftir voru, stærðfræði og enska, verði valfrjáls og við munum setja það í hendur foreldra og nemenda hvort þeir vilji taka þessi próf eða ekki.

Okkur brá aðeins í brún þegar veturinn skall á aftur en eins og sjá má á með fylgjandi mynd kunnu sumir mjög vel að meta það.

Krakkarnir eru mjög duglegir að lesa og í dag var veitt smá viðurkenning fyrir dugnaðinn, öllum nemendum var boðið upp á pitsu í hádegismat, það vakti mikla gleði.  Næsta varða í bókahillunni okkar er svo að skipuleggja leikjadag frá klukkan 10 að morgni. Lesturinn gengur svo vel að við þurfum að fara að velja dag fyrir það og vonumst því eftir aðeins betra veðri í næstu viku.

Við erum búin að bóka flugið fyrir Brúarsmiðina og þeir verða með foreldrafræðsluna 13.apríl. Við vonum að allir foreldrar geti tekið það síðdegi frá í þágu barnanna sinna og samfélagsins hér á Suðureyri. 

Hafið það gott um helgina

Kveðja

Starfsfólkið í skólanum.

« 2021 »
« Október »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjón