Eineltisáætlun Grunnskólans á Suðureyri

 

Í Grunnskólanum á Suðureyri leggjum við áherslu á að allir starfsmenn og nemendur séu meðvitaðir um hvað einelti er, hvernig það birtist og hvernig við samræmum viðbrögð við því. Einelti er ekki liðið undir neinum kringumstæðum og flokkast sem brot á skólareglum. Allt starfsfólk skólans þarf að vera vakandi fyrir líkamlegri, andlegri og félagslegri velferð nemanda.

 

Hvað er einelti?

 • Einelti er niðurlægjandi áreitni eða ofbeldi, líkamlegt eða andlegt sem stýrt er af einstaklingi eða hópi hvort heldur sem er rafrænt eða augliti til auglitis og beinist að einstaklingi sem ekki tekst að verja sig.
 • Rafrænt einelti t.d. niðrandi SMS-skilaboð, ummæli á samskiptasíðum og tölvupóstar.
 • Einelti felur í sér að einstaklingur er tekinn fyrir með síendurtekinni stríðni, látbragði, niðrandi ummælum og sögusögnum, andlegri kúgun, hótunum af ýmsu tagi, líkamlegri misbeitingu, félagslegri höfnun eða markvissri útskúfun.

 

Meðferð eineltismála

 • Ef grunur vaknar um einelti fer eftirfarandi ferli í gang:
 • Umsjónarkennari/skólastjóri tekur viðtal við þolanda. Í öllum tilfellum er forráðamaður/-menn barnsins upplýstur um gang mála.
 • Ef staðfastur grunur liggur fyrir einelti vísar umsjónarkennari málinu til eineltisteymis sem setur eftirlitskerfi af stað.
 • Forráðamaður/-menn gerenda eru ávallt upplýstir og kallaðir til viðtals í alvarlegum tilfellum.
 • Eineltisteymið tekur stutt einstaklingsviðtöl við gerenda/-ur. Notast er við eyðublað með stöðluðum spurningum. Í lok viðtals eiga gerendur að koma með hugmyndir að bættum samskiptaleiðum.
 • Umsjónakennari og forráðamaður/-menn þeirra nemenda sem koma að máli eru upplýstir í öllu ferlinu.
 • Framhaldsviðtal fer fram viku síðar við þolanda og geranda þar sem farið er yfir stöðuna.
 • Umsjónarkennari vinnur hópastarf með þolanda og gerendum ef þörf er á til að bæta samskipti og líðan.

 

Ef ofantaldar aðgerðir bera ekki árangur þarf að:

 • Vísa málinu til nemendaverndarráðs.
 • Kalla aftur til foreldra geranda/gerenda.
 • Kalla aftur til foreldra þolanda.

 

Forvörn gegn einelti

 • Góður bekkjarbragur/skólabragur.
 • Umsjónarhópur setur sér bekkjarreglur
 • Hópeflisleikir
 • Reglulegir bekkjafundir
 • Hlutverkaleikir
 • Skilgreiningar á einelti ræddar við nemendur
 • Tengslakannanir eru lagðar fyrir bekkina
 • Starfsmenn eru sýnilegir

 

Hlutverk foreldra

 • Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við skólann verði þeir varir við eða hafi þeir grun um að eitthvert barn sé í vanda statt.
 • Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með netnotkun barna sinna.
 • Mikilvægt er að foreldrar nemenda í umsjónarbekk stilli saman strengi og hugi að sameiginlegri velferð þeirra með líðan þeirra að leiðarljósi.

 

Eineltisteymi Grunnskólans á Suðureyri

Allir kennarar og starfsmenn Grunnskólans á Suðureyri eru hluti af eineltisteymi skólans. Skólastjóri kallar til kennara/starfsmenn til að taka á hverju máli fyrir sig. Teymið fylgir eineltisáætlun skólans og heldur fundi eftir þörfum.

« 2019 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Vefumsjón