Aðalfundur foreldrafélagsins
Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 29. september n.k kl 17:00 í grunnskólanum.
Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 29. september n.k kl 17:00 í grunnskólanum.
Fyrirtækin Klofningur, Íslandssaga og Norðureyri færðu skólanum 12 Ipada að gjöf til að nýta við kennslu yngstu barnanna í skólanum. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þessa veglegu gjöf. Yngstu nemendurnir nýta sér gjarnan tæknina við nám sitt hér í skólanum, með nýjum og öflugum spjaldtölvum verður enn auðveldara að nýta sér tæknina í leik og starfi.
Skólasetning mánudaginn 22. ágúst. Nauðsynlegt er að nemendur komi með foreldrum/forráðamönnum
1.-4. bekkur mætir kl 10:00
5.-10. bekkur mætir kl 13:00
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst
Síðasti skóladagurinn var í dag. Nemendum var skipt upp í hópa og tóku þátt í ratleik en að honum loknum þá skelltu allir sér í sund. Eftir sundið var gætt sér á nýgrilluðum hamborgurum. Takk fyrir skólaárið og hafið það sem allra best í sumarfríinu.
Útskrift 1. - 7. bekkjar er 1. júní kl 10:00 og útskrift unglingadeildar er sama dag kl 17:00.
Nemendur á miðstigi hafa brallað ýmislegt þessa síðustu viku í skólanum. Á mánudaginn fengu þau grjónagraut með kanilsykri, rúsínum og slátri eftir tiltekt í stofunni sinni. Á þriðjudaginn fóru þau í hjólaferð út á Skollasand og léku sér þar. Í dag fóru þau á Byggðasafnið á Ísafirði en eftir leiðsögn um safnið héldu þau í Raggagarð í Súðavík þar sem þau léku sér og grilluðu pylsur.
Góðan dag
Nemendur í 9. og 10. bekk hafa verið í skólaferðalagi þessa vikuna. Ferðin hófst með því að fara norður á Bakkaflöt. Veðrið lék við ferðalangana og var orðið ansi heitt í bílnum. Því var stoppað oft á leiðinni til að kæla sig niður. Þegar komið var á áfangastað var farið á hestbak og í loftbolta. Á öðrum degi var farið í flúðasiglingu, litabolta og klettaklifur. Nemendur sögðu að allt þarna væri geðveikt gaman! Matur og gisting til fyrirmyndar einnig.
Á miðvikudegi var keyrt til Reykjavíkur. Byrjað var á að fara í Fly Over Iceland og bíó í Lúxus sal. Á fimmtudeginum var farið í Húsdýragarðinn, aðeins verslað og slappað af en um kvöldið var farið út að borða, í keilu og í ísbíltúr. Keyrt er vestur í dag, föstudag og áætluð heimkoma er kl 16.