Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 20. september 2019

Vikan 16.-20.september

Fulgaskoðun hjá yngsta stigi
Fulgaskoðun hjá yngsta stigi
1 af 4

Helstu fréttir af skólastarfinu í vikulokin.

Þessi vika var nokkuð hefðbundin hjá okkur. Við tókum að vísu þátt í Olympíuhlaupi Íslands sem að þessu sinni var ákveðið að hefja á Ísafirði og bauð ÍSÍ okkur þangað og þar töluðu afreks-íþróttamenn við nemendur.  Af okkar hálfu voru það nemendur 4.-10 bekkjar sem tóku þátt í þessu.

Nemendur í 4. og 5. bekk fengu afhenta ipada til að nota í skólanum. Þeir fara ekki með þá heim og er því ábyrgð á tækjunum alfarið skólans. Þetta er samkvæmt stefnu Ísafjarðarbæjar um að nýta tækni í skólastarfi svo nemendur læri að tæknin er eðlilegur hluti af daglegu lífi og gert hluti sem þeim væru annars ófærir og  auðgað nám sitt.  

Þó að við séum tæknivædd og viljum að nemendur okkar komi vel tæknilæsir út úr grunnskóla hefur gildi þess að skoða hlutina með eigin augum og að fá að handfjatla þá ekki minnkað.  Yngstu nemendurnir voru til dæmis í fuglaskoðun innanhúss í dag eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Miðstigið lauk við að vinna sinn bekkjarsáttmála í dag og mynd af honum fylgir með þessari frétt. það er svo gaman að sjá hversu vel þeir vita hverskonar hegðun og framkoma skapar besta umhverfið. Svo er það okkar, fullorðna fólksins að hjálpa þeim að stýra hegðun sinni á þann veg.

Afrakstur nemendaþingsins er enn í hönnunar-og skreytingaferli hjá nemendum en eitt af því sem mun komast til framkvæmda strax er að setja upp hugmyndabanka fyrir matráðskonuna okkar og að nemendur fái val um hvað verður á matseðli einu sinni í mánuði. 

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | miðvikudagurinn 18. september 2019

Matseðill 16-20. september

Mánudagur

Kjöt- og grænmetisúpa, brauð með áleggi, grænmeti og ávextir

Þriðjudagur

Fiskur með tacósósu og osti, soðnar kartöflur, grænmeti og ávextir

Miðvikudagur

Bauna- og grænmetiréttur, spaghettí, salat, ávextir

Fimmtudagur

Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti, ávextir

Föstudagur

Sóðinn fiskur, kartöflur, grænmeti, rugbrauð, ávextir

 

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 13. september 2019

Vikan 9.-13.september

Hópurinn á Hesteyri
Hópurinn á Hesteyri
1 af 3

Þessi vika var allt í senn óvenjuleg, annasöm og skemmtileg hjá okkur. Sundkennsla hófst á þriðjudaginn og mun standa næstu fjórar vikurnar. Við fórum í ferð á Hornstrandir með nemendur 7.-10.bekkjar og skemmst er frá því að segja að í ferðinni reyndi á nánast alla þá þætti sem skilgreindir eru sem lykilhæfni í Aðalnámskrá grunnskóla. Allir nemendur fóru út fyrir eigin þægindaramma og tókust á við að gera eitthvað sem þá óaði fyrir fyrirfram. Þeir voru forvitnir um umhverfið og fundu margt skemmtilegt eins og marglyttur, dauðan ref, sveppi og auðvitað aðalbláber. Þeir óðu yfir á, hjálpuðust að, gáfu með sér af nestinu sínu, lánuðu hver öðrum þurra sokka og föt eftir þörfum. Þeir urðu þreyttir, svangir og blautir og fengu að borða, hvíla sig og náðu að þorna.  Krakkarnir voru í alla staði til fyrirmyndar og ég vona að ferðin verði þeim eftirminnileg. Á fimmtudaginn héldum við svo fyrsta nemendaþing vetrarins, umræðuefni að þessu sinni var hvernig við þurfum að haga okkur í matsal og frímínútum svo sem flestum líði vel. Fimm sjálfboðaliðar hjálpuðu svo til í morgun við að taka niðurstöðurnar saman og munum við vinna meira með þær eftir helgi og svo birtum við þær á vefnum.  Í dag var svo fyrsti tíminn í föstudagsverkefninu þar sem ætlunin er að færa nemendum eins mikið frelsi og hægt er til að velja viðfangsefni og hvernig þeir skila verkefnum. Flestir komust af stað í verkefni sem þeir höfðu áhuga á en það mun taka nokkrar vikur að slípa þetta til. 

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | mánudagurinn 9. september 2019

Matseðill 9-13.september

Mánudagur

Grænmetisbuff, kuskus, salat, tómatsósa

Þriðjudagur

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð, smjörvi

Miðvikudagur

Tortilla með hakki og grænmeti

Fimmtudagur

Kjuklingaleggir, bakaðar kartöflur, grænmeti, sósa

Föstudagur

Ofnbakaður fiskur, hrísgrjón, karrýsósa, salat

VERÐI YKKYR AÐ GÓÐU

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 9. september 2019

Sundið hefst á morgun

Sundkennsla hefst á morgun og stendur næstu fjórar vikurnar. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að hver bekkjardeild fær einn tíma á dag á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Í þessari viku verða sundtímarnir á bilinu 8.00-10:20, í vikunni 16.-20 sept verða þeir á bilinu 10:20 - 12:00, 23.-27 sept aftur frá 8:00-10.20 og í vikunni 30.sept- 4.okt aftur frá 10:20 - 12:00. Nemendur missa því ekki alltaf sömu kennslustundir til að fara í sund og það getur verið að suma daga verði bæði sund og leikfimi. Kennari verður Guðríður Sigurðardóttir.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | fimmtudagurinn 5. september 2019

Starfsdagur kennara á morgun

Ágætu foreldrar

Á morgun er einn af fimm starfsdögum sem kennara sem falla innan skóladagatals nemenda. Þessum degi munu kennarar skólans verja, ásamt kennurum af öllum Vestfjörðum, á Birkimel á Barðaströnd þar sem fluttir verða fyrirlestrar um nám og kennslu og nýtt námsefni kynnt.

Næsti starfsdagur verður svo þann 2.október, en þá munu allir starfsmenn minni skólanna í sveitarfélaginu vinna saman að skipulagi og áætlanagerð.

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 30. ágúst 2019

Fréttir eftir fyrstu vikuna

Kátir nemendur með Reykjaskólasnúða
Kátir nemendur með Reykjaskólasnúða
1 af 2

Skóli hófst samkvæmt stundaskrá á mánudaginn og var húsnæðið okkar þá næstum tilbúið, enn er verið að vinna smávegis bæði innan húss og utan og við höfum að sjálfsögðu þolinmæði fyrir því þar sem allt er að vera mjög fínt hjá okkur. 

6. og 7. bekkur fóru í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði ásamt Eddu Björk. Þar hefur allt gengið að óskum og allir lært mikið og skemmt sér vel. Þetta er talsverð lífsreynsla fyrir flesta og búast má við að þeir hafi frá mörgu að segja við heimkomuna. Hópurinn er bú á heimleið og verður á Ísafirði milli 17:00 og 17:30.  

Við tókum upp þá nýjung að vera með söngstund fyrir allan skólann í einu og er hún á miðvikudögum kl.11:10. Með þessari frétt fylgir stutt myndband frá fyrstu samverunni. Söngstundin er liður í að efla samkennd og auka orðaforða í íslensku hjá krökkunum. Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir að syngja með okkur á miðvikudögum ef þeir eiga heimangengt.  https://www.youtube.com/watch?v=dGo0h7v6haw

8.-10.bekkur áttu að fara í Hornstrandaferð á fimmtudag og föstudag en vegna slæms veðurs ákváðum við að fressta því og munum taka ákvörðun um aðra brottför með sólarhrings fyrirvara.  Það hefði ekki verið ljúf reynsla að ganga í 6 tíma í rigningu og roki og eiga þá eftir að tjalda og sigla svo heim frá Aðalvík í slæmu veðri svo við teljum betra að bíða færis með þetta en erum alls ekki hætt við.

Yngsta deild kláraði að vinna bekkarsáttmálann sinn í dag, nemendur þar ætla að vera vinir, hjálpast að og hafa vinnufrið. 

Unglingastigið byrjaði í vali á Ísafirði í vikunni og eftir því sem ég best veit gekk það all vel.

Sundkennsla hefst 9.september, kennari verður Guðríður Sigurðardóttir. Kennt verður á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum í fjórar vikur.

Ég bið ykkur að afsaka að myndirnar með þessari frétt eru á hlið, það var ekki nokkur leið að snúa þeim rétt. (JB)

 

 

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | miðvikudagurinn 21. ágúst 2019

Breyttur tími á skólasetningu

Skólasetning Grunnskólans á Suðureyri haustið 2019

 Ágætu nemendur og foreldrar

Vegna framkvæmda í skólanum verður skólasetning með óhefðbundnum hætti að þessu sinni.  Það vantar herslumuninn á að skólinn sé tilbúinn til notkunar og því verðum við að fresta skólabyrjun um einn dag. 

Skólinn verður því settur í kirkjunni föstudaginn 23.ágúst kl. 10:00.  Gert er ráð fyrir stuttri athöfn þar sem nemendur hitta kennara og fá afhent blöð með upplýsingum um mjólkur – og mataráskrift og stundatöflur.  Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum.  Skóli hefst svo mánudaginn 26. ágúst.  Kennslutími verður samkvæmt stundaskrá en búast má við óhefðbundnum verkefnum fyrstu dagana.  Okkar árlegu markmiðsviðtöl munu fara fram eftir kennslu í annarri og þriðju viku september.

 

Kveðja

Jóna

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | mánudagurinn 19. ágúst 2019

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Ísafirði

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun halda tvenna tónleika á Ísafirði 5. og 6. september. Tónleikarnir þann 6. eru klukkan 10 að morgni og eru sérstaklega hugsaðir fyrir börn og ungmenni, á dagskrá er tónlist úr verkum Astrid Lindgren. Því miður hitta þessir tónleikar á starfsdag hjá skólunum á svæðinu og allir kennarar verða á námskeiðum á Barðaströnd.  Það væri samt gaman ef hægt væri að koma okkar krökkum á tónleikana.

Hér er hlekkur á tónleikana á vef Ísafjarðarbæjar.Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/fjolskyldutonleikar-a-isafirdi

Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | miðvikudagurinn 14. ágúst 2019

Nýtt skólaár að hefjast

1 af 3

Nú líður senn að því að skóli hefjist á ný.  Hér hefur verið mikið um að vera í sumar eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir. Iðnaðarmennirnir eru nú á fullu við að reyna að gera allt klárt áður en nemendur koma í skólann.  Smiðir, rafvirkjar og málar keppast við að koma hlutum úi stand eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hér verður allt glansandi fínt þegar þessu verður lokið og við verðum kannski að sýna þolinmæði fyrstu dagana skóladagana meðan verkin eru að klárast.  

Eldri færslur

« 2019 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          
Vefumsjón