Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 23. febrúar 2017

Ný húsgögn hjá yngri hóp

1 af 4

Um jólin létum við bólstra stóla sem voru orðnir frekar lúnir og í vikunni fengum við svo ný borð í hús fyrir yngri nemendur. Nemendur í eldri hóp stóðu sig frábærlega í að setja saman borðin fyrir yngri nemendur og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Nú eru allir nemendur komin með nýja stóla eða borð og aðstæður til náms orðnar mun betri í skólanum.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 22. febrúar 2017

Upplestrarkeppnin

Í gær fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar, haldin á Þingeyri. Nemendur úr 7. bekk hjá okkur tóku þátt og stóðu sig með prýði. Við þökkum fyrir flotta keppni og óskum þeim sem fara áfram fyrir hönd litlu skólanna til hamingju og velfarnaðar í keppninni.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 16. febrúar 2017

Foreldrakönnun Skólapúlsins komin á skrið

Við minnum á foreldrakönnun Skólapúlsins sem er í fullu gangi núna. Foreldrar hafa fengið sendan hlekk og lykilorð til að taka þátt í könnuninni. Það er skólanum mjög mikilvægt að heyra frá foreldrum hvað gengur vel og hvað má betur fara í skólastarfinu. Því biðjum við foreldra að bregðast við og svara könnuninni.

Nánar má lesa um könnunina í frétt sem birt var 18. janúar hér.

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | föstudagurinn 10. febrúar 2017

Nú skal haldið þorrablót

Nú er komið að því, þorrablót foreldrafélags grunnskólans verður haldið í kvöld. Húsið opnar klukkan 18:30 og borðahald hefst klukkan 19:00. Miðaverð er 700 krónur.

Fyrri þá sem hafa ekki skráð sig en vilja skella sér þá eru enn nokkur sæti laus.

Nú er um að gera að taka með sér góða skapið og skemmta sér með börnum okkar og búa til skemmtilegar minningar.

                 Hlökkum til að sjá ykkur.   Stjórnin.

Gísli Páll Guðjónsson Gísli Páll Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. febrúar 2017

Notið veðurblíðunnar

Nemendur í 1 og 2. Bekk fóru út í smiðjutíma og skoðuðu nærumhverfi skólans og skóginn í hlíðinni.

Farið var í leiki og gróðurinn skoðaður. Nemendur veltu fyrir sér hvort vorið væri handan við hornið.

Hægt er að skoða fleiri myndir frá ferðinni hér.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 8. febrúar 2017

Vettvangsheimsókn í Bolungarvík

Nemendur í Skólahreystivali fóru í vikunni í heimsókn í Bolungarvík til að skoða og prufa hreystibrautina þar. Þetta gekk auðvitað ljómandi vel og erum við reynslunni ríkari. Við fengum góða aðstoð frá heimamönnum, nokkrum hressum 4. bekkingum sem gáfu ekkert eftir í keppnum við unglingana okkar. Að sjálfsögðu tókum við fullt af myndum og það er hægt að skoða þær hér.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 7. febrúar 2017

Sundið hefst

1 af 2

Ástrós Þóra Valsdóttir mun sjá um íþróttir og sund út skólaárið. Við bjóðum hana auðvitað hjartanlega velkomna í hópinn.

Á morgun miðvikudag 8. febrúar fara nemendur í sund í stað íþrótta. Sund verður framvegis á þriðjudögum og miðvikudögum.

Við gætum þurft að taka nokkrar vikur þar sem það verður einnig sund á mánudögum. Við látum vita ef af því verður.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 2. febrúar 2017

Rauður dagur

Mynd: Pixabay
Mynd: Pixabay

Febrúar er hjartamánuðurinn og við fögnum honum á morgun, föstudaginn 3. febrúar með því að mæta í rauðu í skólann.

 

Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hefur síðan þróast hjá þeim í gegnum árin og að þessu sinni er allur mánuðurinn undir, efnið óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla. Við ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í þessu og hvetjum alla til að klæðast rauðu á morgun.

 

Nánari upplýsingar um hjartamánuð má nálgast á facebook síðu verkefnisins hér eða á twitter @gorediceland undir myllumerkinu #hjartaðmitt

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | miðvikudagurinn 1. febrúar 2017

Þorrablót

Þorrablót foreldrafélags Grunnskólans verður haldið föstudaginn 10.febrúar í Félagsheimilinu. Borðahald byrjar klukkan 19:00 en húsið opnar klukkan 18:30.  Gestir koma með eigin mat en kaffi og konfekt verður í boði að borðhaldi loknu. Aðgangseyrir er 700 krónur. Nemendur fengu miða með sér heim í dag en þar skrá þau sig og gesti sín á blótið og skila til kennara síðasta lagi á föstudaginn 3. febrúar.

Munum að við erum að gera þetta fyrir börnin okkar og að þarna gætu myndast minningar sem endast þeim ævilangt.

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | mánudagurinn 30. janúar 2017

Lestrarsprettur

Nú er að hefjast lestrarátak hjá okkur í 1. - 3. bekk en það byrjar í dag og lýkur 24. febrúar.  Markmiðið er að nemendur lesi að lágmarki í 30 mínútur á dag. Reiknað er með því að nemendur lesi 15 mínútur í skólanum og að lágmarki 15 mínútur heima. Nemendur stefna að því að lesa um 9000 mínútur á þessu tímabili. Ef það næst munum við gera okkur glaðan dag en þau eru búin að velja hvað verður gert.

Eldri færslur

« 2017 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Vefumsjón