Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 16. janúar 2017

Námsmat

Mynd: Alexander Pálmi Oddsson
Mynd: Alexander Pálmi Oddsson

Í dag fá nemendur með sér heim námsmat og á morgun og miðvikudag eru foreldraviðtöl. Auk venjulegs námsmats eru nemendur metnir út frá lykilhæfni líkt og í fyrra. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ræða námsmatið við börn sín og ákveða hvort og þá hvað eigi að bæta á komandi önn.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 13. janúar 2017

Niðurstöður Pisa

Nemendur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar voru yfir landsmeðaltali í öllum greinum PISA-könnunarinnar 2015 og yfir OECD-meðaltali í tveimur flokkum af þremur. Sé litið til einstakra sveitarfélaga þar sem niðurstöður hafa verið birtar er Ísafjarðarbær með besta árangur allra í náttúruvísindum og einungis Garðabær betri í stærðfræði og lesskilningi. PISA-rannsóknin er alþjóðleg rannsókn sem framkvæmd er á þriggja ára fresti og metur breytingar á frammistöðu nemenda og stöðu þeirra við lok skyldunáms. Menntamálastofnun birti niðurstöður 8 stærstu sveitarfélaga landsins og var strax kallað eftir upplýsingum um árangur hjá grunnskólum Ísafjarðarbæjar sem hafa nú borist.

Í náttúrufræði voru nemendur í Ísafjarðarbæ með 503 stig, eða heilum 30 stigum yfir landsmeðaltali og 10 stigum yfir OECD-meðaltali. Í stærðfræði skoraði Ísafjarðarbær 507 stig (19 stigum yfir landsmeðaltali og 17 yfir OECD) og 489 í lesskilningi (7 stigum yfir landsmeðaltali, 4 stigum undir OECD).

 


Meira
Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 9. janúar 2017

Próf vika

Mynd: Alexander Pálmi Oddsson
Mynd: Alexander Pálmi Oddsson

Við minnum á að í þessari viku fara nemendur á mið og eldra stigi í próf. Mið hópur tóku próf í skrift, ritun og eldri hópur í náttúrufræði í dag.

 

Mið hópur

Þriðjudagur: Íslenska og samfélagsfræði

Miðvikudagur: Náttúrufræði (og enska í 6. bekk)

Fimmtudagur: Stærðfræði

 

Eldri hópur

Þriðjudagur: Samfélagsfræði

Miðvikudagur: Íslenska

Fimmtudagur: Enska og danska

Föstudagur: Stærðfræði

Petra D, Karvel Petra D, Karvel | mánudagurinn 9. janúar 2017

Matseðill 9-13 janúar 2017

  

 

Mánudagur: Aspassúpa og heimabakað brauð með osti, gúrku, tómat.

 

Þriðjudagur: Kókos-karrý fiskréttur, hrísgrjón og ferskt grænmeti.

 

Miðvikudagur: Tortilla með hakki og grænmeti.

 

Fimmtudagur: soðinn fiskur, kartöflur og soðið grænmeti

 

Föstudagur: skyr, brauð og ávextir

 

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 2. janúar 2017

Skóli og mjólk

https://pixabay.com/en/users/ulleo-1834854/
https://pixabay.com/en/users/ulleo-1834854/

Gleðilegt ár öllsömul. Kennsla byrjar á morgun kl 08:00.

Þeir sem eru í mjólkurákrift fá afgreidda mjólk frá og með miðvikudegi. Við minnum þá sem eiga eftir að greiða fyrir haustönn að gera það hið snarasta: 2200 fyrir 4 daga og 2750 fyrir 5 daga.

Þeim sem greiddu fyrir haustönn og óska þess að vera áfram í mjólk, bendum við á að greiða fyrir vorönn sem fyrst: 2800 fyrir 4 daga og 3500 fyrir 5 daga.


Meira
Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 20. desember 2016

Gleðileg  jól

1 af 2

Við héldum litlu jólin hátíðleg í dag. Lesnar voru sögur, spilað og nemendur skiptust á pökkum og jólakortum. Við fengum hressa jólasveina í heimsókn og sungum og dönsuðum í kring um jólatré. Myndir frá heita súkkulaðinu í gær og hátíðinni í dag má skoða hér.

Starfsfólk skólans óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til að vinna með ykkur á því næsta.

Við sjáumst öll hress og endurnærð 3. janúar kl 08:00

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | laugardagurinn 17. desember 2016

Skólablaðið

Skólablað Grunnskólans á Suðureyri kom í gær, ennþá volgt eftir prentunina. Blaðið er 44 blaðsíður og sneisafullt af myndum og efni frá nemendum skólans.

Um helgina fara nemendur um bæinn og selja blöðin. Ef þið missið af heimsókn, þá er um að gera að hafa samband við einhvern nemanda og fá blaðið. Blaðið í ár líkt og í fyrra kostar 1.000 kr. Hægt er að staðgreiða eða leggja inn á reikning: 0174-05-420260 kt: 560686-1459.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 16. desember 2016

Litlu jólin

Skólaárið er að verða hálfnað og aðeins tveir skóladagar eftir af 2016. Á mánudaginn er síðasti hefðbundni skóladagurinn. Við ætlum að bjóða nemendum upp á heitt súkkulaði eftir seinni frímínútur og hvetjum við nemendur til að taka með sér smákökur til að fá sér með súkkulaðinu.

Á þriðjudaginn eru litlu jólin, nemendur mæta þá prúðbúnir klukkan 09:00 með lítinn jólapakka með sér til skiptanna. Miðað er við að hann kosti ekki meir en 500 kr. Við reiknum svo með að þessu ljúki um klukkan 11:30.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 15. desember 2016

Jólaþema

Í vikunni var jólaþema hjá okkur. Nemendum var skipt niður í 4 hópa og var hver 1 klukkutíma á hverri stöð. Nemendur útbjuggu allskonar jólakarla, engla, jóladagatöl og ýmislegt annað tengt jólunum. Úr varð ánægjuleg næðisstund þvert á aldur og á hópa. Myndir frá dögunum má skoða hér.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 14. desember 2016

Slökkviliðið í heimsókn

1 af 2

í dag komu fulltrúar frá slökkviliðinu í heimsókn og ræddu við 3. bekkinga um eldvarnir. Nemendur fengu gefins vasaljós þeim til mikillar lukku. Við hvetjum aðstandendur til að ræða um eldvarnir við nemendur.

Eldri færslur

« 2017 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Vefumsjón