Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 6. desember 2016

Opinn dagur

Það var mikið á seiði í skólanum í dag. Auk hefðbundinar kennslu var myndataka og margir foreldrar og aðstandendur lögðu leið sína í skólann í heimsókn.

Yngri nemendur urðu einnig varir við jólasvein sem var augljóslega að skoða aðstæður fyrir törnina sem er framundan hjá þeim bræðrum.

Við þökkum öllum sem komu kærlega fyrir komuna.

Petra D, Karvel Petra D, Karvel | mánudagurinn 5. desember 2016

Matseðill 5 des- 9 des

Mánudagur Tómatsúpa með pasta og pylsum,  brauð með osti/smurosti

 

Þriðjudagur gufusoðinn fiskur með osti, soðið grænmeti og kartöflur

 

Miðvikudagur Íslensk kjötsúpa

 

Fimmtudagur Enchilada með hakki, grænmeti og sósu

 

Föstudagur Soðinn fiskur, soðið grænmeti og kartöflur

 

Verði ykkur að góðu

 

Kveðja Petra

 

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 2. desember 2016

Opin dagur og myndataka

Þriðjudaginn 6. desember verður opin dagur í skólanum. Foreldrar og forráðamenn eru auðvitað alltaf velkomnir í skólann. En með þessu viljum við bjóða ykkur sérstaklega velkomin þennan dag.

Við ætlum einnig að taka myndir af nemendum þennan dag. Hópamyndir og einstaklingsmyndir.

Við hvetjum foreldra til að gera sér ferð í skólann og hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | þriðjudagurinn 29. nóvember 2016

Brunaæfing

1 af 2

Í dag var haldin brunaæfing í skólanum. Það ,,kviknaði“ í eldhúsinu og skólinn var rýmdur. Nemendur fóru út og svo inn í sundlaug til að halda á sér hita meðan athugað var hvort tekist hefði að ,,slökkva eldinn“ í eldhúsinu. Rýming skólans gekk vel og nemendur stóðu sig með prýði.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn, nú þegar hátíð ljóssins er á næsta leiti, til að ræða við nemendur um eldhættur og hvernig best sé að komast út úr þeirra heimili ef eldur kemur upp.

Petra D, Karvel Petra D, Karvel | þriðjudagurinn 29. nóvember 2016

Matseðill 28 nóvember- 2 desember 2016

Matseðill fyrir þessa vikuna hljómar svona..

 

Mánudagur: Grjónagrautur, slátur og brauð með osti/eggi

 

Þriðjudagur: Soðinn fiskur, forsoðið grænmeti, kartöflur og smjör/tómatsósa

 

Miðvikudagur: Lambakjöt í karrý, hrísgrjón, ferskt grænmeti

 

Fimmtudagur: Íslenskt skyr og brauð með áleggi, ávextir

 

Föstudagur: Steiktur fiskur í raspi, smjörsteiktur laukur, kartöflur, ferskt grænmeti og REMÚLAÐI :D

 

Verði ykkur að góðu

 

Kveðja Petra

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | mánudagurinn 28. nóvember 2016

Lesfimisviðmið

Grunnskólar í Ísafjarðarbæ hafa lengi lestrarprófað markvisst nemendur eins og foreldrar kannast við. Þetta gerum við til að fylgjast með framförum nemenda og til að greina hvaða nemendur þarf að vinna betur með. Í haust komu út ný lestrarviðmið og próf frá Menntamálastofnun. Nú nota allir grunnskólar sömu prófin og því sömu aðferð til að prófa alla nemendur á landinu.

Á skólaárinu verður breytt hvernig talið er í prófunum. Frá því að telja atkvæði í að telja orð. Við hvetjum foreldra og aðra áhugasama til að kynna sér ný lesviðmið og lestrarpróf frá menntamálastofnun í þessum bækling.

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 24. nóvember 2016

Slökun

1 af 3

Nemendur á mið og eldra stigi fengu slökunar tíma í þessari og síðustu viku. Við fórum yfir öndun og kosti þess að velta sér ekki upp úr vandamálum heldur sleppa taki á þeim og ímynda sér góðan stað án þeirra. Það er vissulega ekki á hverjum degi þar sem það er í lagi að sofna í tíma. En það varð auðvitað raunin eftir góða slökun. Við hvetjum foreldra til að taka góða slökun með nemendum.

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | föstudagurinn 18. nóvember 2016

Foreldrafélag

Kæru foreldrara.

Fundur í foreldrafélaginu verður mánudaginn 21. nóvember klukkan 18:00 hér í Grunnskólanum. Foreldrafélagið hefur verið stór hluti af skólastarfinu. Allir foreldrar hvattir til þess að mæta og taka þát í skemmtilegu starfi fyrir börnin okkar.

 

 

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | fimmtudagurinn 17. nóvember 2016

Vetrarveður

Við minnum foreldra á að fylgja yngri börnum, þar sem mjög vindasamt er við norður enda skólans. Gera má ráð fyrir áframhaldandi stormi í dag og því er æskilegt að foreldrar sæki, sér í lagi yngri nemendur í skólann að honum loknum.

Áætlun vegna röskunar á skólastarfi vegna veðurs má finna hér.

Ef truflanir eru á rafmagni og símkerfi skólans fer niður, þá er hægt að hringja í gsm síma skólans 864-1390.

 

Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | miðvikudagurinn 16. nóvember 2016

Upptökur frá foreldradegi heimilis og skóla

 

Síðastliðinn miðvikudag var foreldradagur heimilis og skóla haldinn. Þá var haldið málþing um kvíða meðal barna og ungmenna. Þessir fyrirlestrar voru teknir upp og eru komnir á netið.

 

Fyrirlestrarnir eru þrír:

Kvíði barna og ungmenna: Tengsl við svefn og samfélagsmiðla

Sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum

Það er engin heilsa án geðheilsu: Geðrækt í skólum

 

Við hvetjum þá sem hafa áhuga til að kíkja á þetta. Hver fyrirlestur er ekki nema 17 - 20 mínútur og því tilvalið að hreiðra um sig í óveðrinu og horfa á.

Eldri færslur

« 2016 »
« Desember »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Vefumsjón