Hádegismatur og nesti

 

Hádegismatur

 

Boðið er upp á mat í hádeginu alla virka daga frá 29. ágúst til 24. maí að undanskildum frídögum nemenda. Maturinn er eldaður í leikskólanum fyrir leikskóla og grunnskólanemendur. Foreldrar geta valið hversu margar máltíðir á viku þeir kaupa. Verð fyrir staka máltíð er 492 kr. Boðið er upp á mánaðaráskrift og einnig verður hægt að kaupa alla önnina í einu og er þá veittur 10% afsláttur ef keyptar eru 4 eða 5 máltíðir á viku. Ísafjarðarbær sendir rafrænt reikninga og greitt er í heimabanka.

 

Matseðill vikunnar er aðgengilegur á frétta síðu skólans. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag veitir leikskólastjóri Svava Rán Valgeirsdóttir í síma 450-8290.

 

Nesti

 

Öll viljum við kenna börnunum hollar og góðar matarvenjur og því er rétt að huga að því hvað flokkast sem hollt nesti. Á heimasíðu landlæknisembættisins www.landlaeknir.is er að finna upplýsingar um hollt og gott nesti fyrir börn. Þar kemur fram að fjölbreytni í nestisvali og magn skiptir máli. Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins og börn sem nærast ekki vel að morgni dags skortir oft úthald og einbeitingu í amstri skóladagsins. Ef barn borðar haldgóðan morgunmat áður en það fer að heiman, þá ætti í flestum tilvikum að vera nóg að senda barnið með ávöxt/grænmeti, jógúrt eða hálfa samloku í skólann.

 

Grunnskólinn á Suðureyri mun á skólaárinu 2016 - 2017 verða fernulaus skóli. Nemendur geta keypt mjólk í áskrift á vægu verði. Í skólanum er svokölluð mjólkurbelja og því alltaf ísköld mjólk í glösum nemenda. Einnig er kalt vatn í boði fyrir nemendur. Grunnskólinn á Suðureyri ætlar sér að verða umhverfisvænn skóli og mjólkurbeljan er liður í því að minnka notkun einnota umbúða s.s. drykkjarferna. Foreldrar/forráðamenn eru því vinsamlega beðnir um að draga úr nestisumbúðum, kaupa mjólk í áskrift, sleppa plastpokanum og nota margnota nestisbox.

 

Hugmyndir að góðu nesti: Banani, epli, mandarína, appelsína, pera, gulrætur, agúrka og tómatar henta vel í nestisboxið. Gott gæti jafnvel verið að sneiða ávextina eða grænmetið niður. Mjólkurvörur ýmis konar geta hentað sem nesti en athugið vel innihald því margar mjólkurafurðir innihalda mikinn sykur s.s. engjaþykkni, skólajógurt o.fl.

« 2019 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Vefumsjón