Jóna Benediktsdóttir Jóna Benediktsdóttir | föstudagurinn 28. maí 2021

Aukafrétt um lestur

Ágætu lesendur

Í dag vorum við að fá niðurstöður úr Lesfimiprófum Menntamálastofnunar fyrir þetta skólaár en stofnunin hefur skilgreint þrjú viðmið í lestri fyrir hvern árgang og undanfarin ár höfum við verið undir þeim viðmiðum í nokkrum árgöngum. Niðurstöðurnar núna eru samhljóma niðurstöðum í janúar sem við þorðum varla að trúa og sýna augljósar framfarir nemenda í lestri.  Við lok skólaársins 2020 voru þrír árgangar sem náðu ekki lágmarksviðmiði en nú er aðeins einn árgangur í þeirri stöðu. Við erum himinlifandi með þetta og þökkum öllum sem hafa lagt sig fram, nemendum, foreldrum og starfsmönnum þennan góða árangur.

« 2021 »
« Júní »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Vefumsjón