| fimmtudagurinn 19. mars 2020

Fimmtudagurinn 19.mars

Góðan dag
Þessi annar dagur okkar í samkomubanni gekk bara ágætlega.
Tilmæli Landlæknis og Almannavarna eru skýr, við eigum að koma í veg fyrir að nemendur sem ekki eru saman í stofu hittist. Þetta gengur fínt í kennslustundum og okkur tókst að skipuleggja frímínúturnar í dag þannig að þetta væri ekki vandamál. Við erum helst í basli með að láta matartímann ganga upp en látum reyna á hvort okkur gengur betur á morgun.
 
Það er mikilvægt að þið fylgist líka vel með nýjustu upplýsingum og hafið í huga hverja börnin ykkar umgangast því það er til lítils að passa upp á að nemendur hittist ekki milli hópa í skólanum ef allir leika svo saman eftir að skóla lýkur.
Kveðja
Jóna
« 2021 »
« Desember »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Vefumsjón