VALMYND ×

Fjölmenningarhátíð foreldrafélaga leik- og grunnskóla

Um 140 manns fylltu félagsheimilið á föstudagskvöldi til að fagna fjölmenningunni. Foreldrafélag leik- og grunnskólans skipulagði þar glæsilega hátíð sneisafulla af skemmtiatriðum og ljúffengum mat. Við innganginn voru básar þar sem mátti kynna sér ýmislegt menningartengt frá þeim þjóðum sem mynda okkar litla fallega samfélag. Nemendur leik- og grunnskóla Suðureyrar voru svo í aðalhlutverki í söng, dans, leik og upplestri með fjölmörg atriði á öllum þeim tungumálum sem prýða samfélagið í Súgandafirði. Á milli atriða gæddu gestir sér á gómsætu hlaðborði með mat frá Filippseyjum, Íslandi, Pólandi og Tælandi. Hátíðin var einkar vel heppnuð og það voru saddir og sælir gestir sem yfirgáfu félagsheimilið eftir frábært kvöld. Þessi stórglæsilega hátíð, vinnan sem stjórnir foreldrafélagana og foreldrar lögðu á sig er samfélagi okkar til mikils sóma.

 

Hér má skoða nokkrar myndir frá kvöldinu.

 

Fögnum fjölbreytileikanum!