| föstudagurinn 26. febrúar 2021

Fréttir vikunnar 22.-26.febrúar 2021

Í þessari viku fóru fram foreldraviðtöl þar sem nemendur sýndu foreldrum sínum verkefnin sín. Við lögðum áherslu á að nemendur veldu eitthvað sem þeir væru stoltir af og ræddu líka um það sem þeim finnst erfitt ef um eitthvað slíkt væri að ræða. Viðtölin fóru fram á zoom þar sem nemendur buðu foreldrum sínum á fundi og deildu með þeim efni af ipödunum sínum. Tæknileg vandamál komu því miður upp í sumum viðtölum en þau er hægt að leysa þar sem nú er búið að aflétta takmörkunum á heimsóknum í skólann og því hægt að fá foreldra í skólann til að skoða verkefnin með kökkunum. Þeir fundir verða boðaðir í næstu viku.

Okkur langar að vera fær um að leyfa nemendum að kynnast tækninni og því sem hún býður upp á því þar liggur framtíðin. Við fjárfestum nýlega í þrívíddardóti sem við bindum vonir við opni nýja möguleika í kennslu, en fyrst þurfum við auðvitað að gefa okkur smá tíma til að læra að nota þetta.  Á þessum hlekk má sjá starfsmann í fyrstu tilraun. https://www.youtube.com/watch?v=CAyDxrImB64

 

Hafið það gott um helgina

Kveðja

Starfsfólkið í skólanum.

 

 

 

« 2021 »
« Október »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjón