| föstudagurinn 4. desember 2020

Fréttir vikunnar 30.nóv-4.des. 2020

Allir spenntir yfir jóladagatali Samgöngustofu.
Allir spenntir yfir jóladagatali Samgöngustofu.
1 af 2

Nú í upphafi aðventu er rétt að nefna aftur að eins og áður munum við leggja áherslu á að hafa jólaundirbúning í skólanum lágstemmdan. Mörg börn eru spennt og við viljum ekki auka á spenninginn að óþörfu. Það mun samt verða smá föndur og sungin jólalög og litlu jólin verða á sínum stað þó að þau verði með breyttu sniði þetta árið vegna sóttvarnafyrirmæla.  Þá er líka rétt að geta þess að Ísafjarðarbær, eins og flest sveitarfélög, hefur sett saman verklagsreglur vegna þeirra sem ferðast til útlanda um jólin og þær voru sendar til foreldra í tölvupósti nú rétt í þessu.

Í þessari viku lauk formlegu lestarátaki miðstigsins.  Þar kepptust nemendur við að lesa sem flestar mínútur á heilum mánuði.  Alls lásu nemendur 16 231 mínútur aukalega þennan mánuð og sá sem las mest las 4900 mínútur eða tæplega 82 klukkustundir.  Veitt voru heildarverðlaun fyrir bekkinn sem mun fara í margskonar skemmtilega dagskrá í næstu viku vegna þessa og svo einstaklingsverðlaun fyrir bestu ástundunina. 

Yngsta stigið tekur þátt í jóladagatali Samgöngustofu með kennaranum sínum á virkum dögum og það væri nú gaman ef einhverjir gætu tekið þátt um helgar líkar og svo fengu  nemendur 3. og 4. bekkjar eldvarnafræðslu frá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar í dag

Hlekkur á dagatalið er hér Jóladagatal Samgöngustofu (umferd.is)

Búningasafn

Í vinnu nemenda við áhugasviðsverkefnin eru oftar en ekki teknir upp ýmiskonar leikþættir og nú langar okkur til að koma okkur upp ,,búningasafni“ í skólanum. Það er að koma okkur upp safni af húfum, höttum, veskjum og jafnvel hárkollum og öðru sem nota má til að búa sér til fjölbreytt gervi.  Við yrðum þakklát ef þið eigið eitthvað slíkt sem þið væruð til í að gefa okkur.

 

Hafið það gott um helgina

Kveðja

Starfsfólkið í skólanum.

« 2021 »
« Október »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjón