VALMYND ×

Glæsilegum degi lokið

Í gær fór fram árshátíð Grunnskólans á Suðureyri og heppnaðist dagurinn mjög vel. Rennsli fór fram um morguninn og síðan generalprufa. Hestinum var gefið og báðar sýningar um kvöldið heppnuðust einkar vel. Nemendur með pólsku sem móðurmál sýndu leikritið ,,Munið eftir garðinum“ með íslenskum texta á skjávarpa og var það einkar skemmtilegt leikrit með fallegum boðskap. Allir nemendur skólans sýndu svo leikritið um ræningjadóttir nokkra. Það gekk mjög vel og stóðu nemendur sig frábærlega í báðum leikritum. Það er enginn spurning um að það voru þó nokkrir leiksigrar í gær. Að seinni sýningu lokinni var síðan diskó og nemendur dönsuðu og skemmtu sér fram á rauða nótt. Við erum þakklát fyrir allan stuðning og góða mætingu, en vel yfir 100 manns sáu leikritin á sýningunum tveim. En umfram það erum við stolt af okkar nemendum og dugnaði þeirra og elju við að setja upp og vinna að þessari stórkostlegu árshátíð.

Leikskrá má skoða hér.

Myndir frá sýningunum má skoða hér.