VALMYND ×

Gleðilegt sumar

Snjórinn er nú óðum að bráðna á skólalóðinni og sumardagurinn fyrsti er á morgun. Eftir helgi gerum við ráð fyrir að geta byrjað með skólastarfið alveg eins og það var í síðustu vikunni fyrir páska. það er skóli frá 8 (8:10) til 12.30 (12:40) hjá nemendum. Við munum áfram gæta þess að nemendur blandist ekki milli hópa og þar sem allir verða búnir um hádegisbil þarf ekki mat. Eftir 4.maí vonumst við svo til að geta farið í gang með allt með hefðbundnum hætti. En þangað til verðum við öll að muna eftir að passa okkur, sóttvarnatímabilinu er ekki lokið og það er mjög mikilvægt að halda það út.

Bestu kveðjur og gleðilegt sumar