| fimmtudagurinn 2. febrúar 2017

Rauður dagur

Mynd: Pixabay
Mynd: Pixabay

Febrúar er hjartamánuðurinn og við fögnum honum á morgun, föstudaginn 3. febrúar með því að mæta í rauðu í skólann.

 

Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hefur síðan þróast hjá þeim í gegnum árin og að þessu sinni er allur mánuðurinn undir, efnið óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla. Við ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í þessu og hvetjum alla til að klæðast rauðu á morgun.

 

Nánari upplýsingar um hjartamánuð má nálgast á facebook síðu verkefnisins hér eða á twitter @gorediceland undir myllumerkinu #hjartaðmitt

« 2019 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Vefumsjón