VALMYND ×

Samræmd próf og fleira

1 af 3

Í þessari viku og þeirri næstu verða haldin samræmd próf í stærðfræðui og íslensku í 4. og 7. bekk á Íslandi.  Þessi próf eru hugsuð til að meta stöðu nemenda og framfarir miðað við landsmeðaltal í afmörkuðum þáttum þessara námsgreina.  Þó að samræmd próf séu ekki algildur mælikvarði á gæði skólastarfs ber samt að taka þau alvarlega þar sem þau meta tiltekna þætti og gefa ákveðnar vísbendingar um hvernig skólum gengur að stuðla að framförum hjá nemendum sínum í þessum þáttum.  Við höfum verið að undirbúa nemendur með ýmsum hætti fyrir prófatökuna.  Þeir hafa fengið að reyna sig við gömul próf og gera tilraun með prófaðstæðurnar svo hægt sé að takmarka það sem mun koma þeim á óvart.  Ykkar hlutverk, ágætu foreldrar, er að gæta þess enn betur en venjulega að börnin komi vel úthvíld og með gott nesti og séu þannig betur í stakk búin til að gera sitt besta þessa daga.  

En skólastarfið snýst um fleira en samræmd próf.  Haustdagarnir hafa verið nýttir til margvíslegra tilrauna, bæði úti og inni, í náttúrufræði og fleiri greinum.  með þessari frétt fylgja myndir af nemendum elstu deildar að rannsaka kertaloga.