VALMYND ×

Skólahreysti og Reykjarvíkurferð

Við erum núna að leggja í hann með skólahreystilið skólans til Reykjavíkur þar sem við munum etja kappi við aðra skóla á svæðinu. Langt er síðan Grunnskólinn á Suðureyri tók síðast þátt og vonum við að við getum skapað aftur hefð hér fyrir þátttöku í skólahreysti.

Í liði skólans eru Hera Magnea, Þorleifur, Hjördís, Krzysztof og Karolina.

 

Keppnin er á morgun og aðrir nemendur á unglingastigi fara ásamt skólum í Bolungarvík, á Þingeyri og Flateyri með rútu til Reykjavíkur  kl 06:00 í fyrramálið til að hvetja liðin áfram. Við munum svo öll gista saman í félagsmiðstöð í Breiðholti og fara á Skólaþing, á Bessastaði og á iðn- og verkgreinasýningu. Ásamt því að lyfta okkur upp með samveru, sundi og bíóferð. Síðan verður haldið heim á leið eftir hádegi á fimmtudaginn.