Þormóður Logi Björnsson Þormóður Logi Björnsson | föstudagurinn 20. maí 2016

Skólasýning og síðustu dagar skólans

Á sunnudaginn verður árleg skólasýning grunnskólans haldin.

Nemendur mæta kl 13:30 og sýningin hefst kl 14:00 í íþróttahúsinu með danssýningu yngra- og miðstigs. Að henni lokinni er foreldrum, ættingjum, nemendum og öðrum áhugasömum boðið í skólann að sjá verk nemenda. Kaffisala verður að sjálfsögðu á sýnum stað. Það kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn á leik og grunnskólaaldri. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í ferðasjóð nemenda.

 

Dagskrá næstu daga:

Mánudagur 23. maí -      Síðasti kennsludagur

Þriðjudagur 24. maí -     Vorferðir nemenda

Miðvikudagur 25. maí -   Útiþema

Fimmtudagur 26. maí -   Útiþema

Föstudagur 27. maí -      Vorhreinsun og gróðursetning nemenda

Mánudagur 30 maí -       Ratleikur, sund og grill

Þriðjudagur 31. maí -     Skólaslit, 1. - 6. bekkur kl 11:00 og 7. - 10. bekkur 17:30

 

Skóladagur allra nemenda verður fram að hádegi og mikilvægt er að þeir mæti klæddir til útiveru.

« 2017 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Vefumsjón