VALMYND ×

Sumarlestur

Við hvetjum foreldra til að halda við lestrinum í sumarfríinu.

,,Þetta langa frí er eflaust mörgum kærkomið en það er hins vegar vel rannsakað að sumarfrí nemenda hefur í för með sér ákveðna afturför fyrir nám þar sem fyrri þekking og færni gleymist vegna þess að henni er ekki haldið við yfir sumartímann. Þetta eru svokölluð sumaráhrif. Hvað lestrarfærni varðar getur þessi afturför numið einum til þremur mánuðum á hverju sumri og hjá barni í 6. bekk, sem aldrei hefur lesið yfir sumartímann, getur uppsöfnuð afturför numið einu og hálfu skólaári."

Bréf varðandi sumarlestur frá menntamálastofnun má lesa hér. Og hér má finna sumarlestrardagatal fyrir þá sem hafa áhuga.