| mánudagurinn 9. desember 2019

Vegna slæmrar veðurspár

Afar slæm veðurspá er nú fyrir morgundaginn og jafnvel fram á miðvikudag.  Ísafjarðarbær hefur gefið út vinnureglur vegna lokana stofnana í slíkum tilvikum og þar kemur fram að halda skal opnu til hins ítrasta þó að starfsemi skerðist vegna ófærðar. Undantekning frá þessu er ef almannavarnir gefa út tilkynningu eða tilmæli um að loka skuli stofnunum.  Við gerum því ráð fyrir að skólinn verði opinn en foreldrar eru beðir um að gæta fyllsta öryggis þegar þeir taka ákvörðun um hvort þeir senda börnin skólann og láta okkur vita um ákvörðun sína ef mögulegt er. Nemendur fá ekki fjarvist ef þeir eru heima vegna veðurs við svona aðstæður.  Ég hvet ykkur til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar https://www.vedur.is/vidvaranir.

Kveðja

Jóna

« 2021 »
« Desember »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Vefumsjón