VALMYND ×

Vikan 25.-29.mars

Vináttuþema á yngsta stigi.
Vináttuþema á yngsta stigi.
1 af 2

Enn ein vikan er nú að verða liðin.  Skólastarfið hefur gengið að mestu samkvæmt venju þessa viku, við erum þó að undirbúa árshátíðina og það litar viðfangsefnin nokkuð.  Textar eru æfðir og leikmyndir málaðar en allt er þetta þáttur í að skapa nemendum fjölbreytt starfsumhverfi þar sem takast þarf á við ólík viðfangsefni.  

Yngsta stigið hefur verið að vinna með vináttuþema að undanförnu eins og sjá má á myndunum sem fylgja hér með og eftir árshátíðina munum við fara í sambærilega vinnu með unglingunum.  Mikið var um tilraunir í náttúrufræðikennslunni og á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur finna út loftmagn í snjó.

Fimmtudaginn 4.apríl höldum við svo okkar hefðbundnu árshátíð.  Nemendur hafa ásamt kennurunum sínum verið að semja og æfa leikrit.  Tvær sýningar verða í Félagsheimilinu, kl.17:30 og klukkan 20:00.  Aðgangseyrir á sýningarnar er 1000 krónur.  Það er mikil áskorun fyrir nemendur að koma fram fyrir áhorfendur og ekki síst með frumsamið efni og því vonumst til að sem flestir bæjarbúar sjái sér fært að koma og gleðjast með okkur þennan dag.  Nemendur fengu bréf með sér heim í dag með betri upplýsingum um fyrirkomulagið.