VALMYND ×

Orð vikunnar 3.-7.maí

Leikurinn orð vikunnar hefur verið tekinn upp aftur. Tilgangur hans er að fá nemendur til að velta fyrir sér hvað orð geta þýtt og nota ályktunarhæfnina og hugmyndaflugið til að búa til tillögur. Stundum þekkja einhverjir orðið og þá má auðvitað skrifa rétt svar. Orð síðustu viku var ,,öngþveiti“. Tíu tillögur bárust frá nemendum en engin þeirra var rétt en það skiptir ekki öllu máli því tilgangur leiksins er að fá nemendur til að velta fyrir sér hvað orð geta þýtt. Einn nemandi lét sér til dæmis detta í hug að öngþveiti væri notað um öngul sem væri fastur og annar taldi að þetta hlyti að vera tegund af hveiti. Í lok skólaársins verður veitt þátttökuviðurkenning fyrir gildar tillögur í þessum leik. Fram á vorið býðst lesendum líka að taka þátt með því að skanna qr kóðana sem fylgja sem myndir í þessum fréttaflokki.