VALMYND ×

Dagur læsis

 Í tilefni af degi læsis heimsóttu nemendur í Grunnskólanum á Suðureyri fyrritæki og stofnanir í bænum og lásu fyrir starfsmenn og nemendur smásögur og ljóð á íslensku, pólsku og tælensku.

Við þökkum Íslandssögu, Klofningi og Leikskólanum Tjarnarbæ kærlega fyrir góðar móttökur. Nemendur stóðu sig að venju vel, lásu hátt og skýrt og gáfu gott hljóð. Skólinn þakkar Íslandssögu sérstaklega fyrir bókagjöf, en skólanum var færð bókin Alheimurinn frá JPL að lestri loknum.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér.