VALMYND ×

Fréttir vikunnar 12.-16.apríl

Þessa vikuna hefur flest verið með hefðbundu sniði hjá okkur. Nemendur komu glaðir og vinnusamir úr páskafríi og njóta vorblíðunnar í frímínútum. Það voru skipti í smiðjum hjá okkur í þessari viku og piltarnir okkar í 7.bekk voru svo ánægðir með baksturinn í gæt að ég mátti til með að setja mynd af þeim með þessari frétt.

Við verðum því miður að færa foreldrafræðsluna einu sinni enn vegna Covid-19 og sóttvarnaráðstafana og næsta fyrirhugaða dagsetning er 18.maí.

VáVest býður foreldrum 5.-10.bekkjar  upp á forvarnafyrirlestra í þessari viku og næstu, hlekkir vegna þeirra hafa verið sendir í mentor pósti.

Ég minni á að sundkennsla hefst á mánudag og verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum í fjórar vikur.  Það eru dagar sem við erum með íþróttahúsið en við viljum ekki að allir íþróttatímar falli niður vegna þessa og því þurfa nemendur alltaf að koma með bæði íþrótta og sundföt þessa daga.

Að lokum minni ég á að það er bara þriggja daga skólavika hjá nemendum í næstu viku þar sem á fimmtudag er sumardagurinn fyrsti og starfsdagur á föstudag.

Kveðja úr skólanum