VALMYND ×

Fréttir vikunnar 6.-9.apríl 2021

Gæsir reyna að komast í leik
Gæsir reyna að komast í leik
1 af 2

Þessi vika hefur verið nýtt til að klára verkefnin sem hafin voru á þemadögunum og eru þau nú flest fullkláruð og munu verða til sýnis um leið og færi gefst á því. Við veitum ykkur smá forskot með því að setja með þessari frétt mynd af líkani af kirkjunni okkar sem nemendur unglingastigs hafa verið að gera.

Við höfum líka verið upptekin af eldgosinu á Reykjanesi og höfum nýtt okkur það í stærðfræðinni. Einn rúmmetri var búinn til úr pappa og svo reiknuðum við út hve langan tíma tæki að fylla kennslustofu, allan skólann og íþróttasalinn miðað við hraunrennslið eins og það var 5.apríl.  Nemendur giskuðu fyrst á hversu langan tíma þetta tæki og urðu furðu lostnir þegar þeir áttuðu sig á að það tæki aðeins um 20 sekúndur að fylla kennslustofu, rúmar 3 mínútur að fylla allan skólann og aðeins 6 mínútur að fylla íþróttasalinn.

Gæsinar á tjörninni hafa verið æstar í að vera með krökkunum þessa viku við mikla ánægju margra, þær eyða líka löngum stundum fyrir framan íþróttahúsið við að spegla sig í gluggunum og krakkarnir hafa mjög gaman af að fylgjast með þeim við þessa iðju.

Foreldrafræðslunni sem átti að vera þann 13.apríl hefur enn og aftur verið frestað og núna aðeins um viku eða til 20.apríl. Von okkar er að 15.apríl verði slakað á sóttvörnum þannig að mögulegt verði að halda fundinn.

Sundkennsla hefst þann 19.apríl, kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum til og með 14.maí.

Kveðja

Starfsfólkið í skólanum