VALMYND ×

Fyrsti skóladagurinn

Nú er markmiðsviðtölum lokið og skóli hefst samkvæmt stundaskrá klukkan 8:00 í fyrrramálið.  Við hlökkum til að byrja venjulegt skólastarf og minnum á að mikilvægt er að allir komi klæddir eftir veðri því fyrstu dagana mun verða talsvert um útiveru.  Einnig verður leikfimin úti í það minnsta til 1.október.  Að lokum minni ég svo á að nægur svefn og góð næring er undirstaða þess að nemendur geti einbeitt sér í skólanum.  Það er oft erfitt að koma sér af stað eftir svona langt frí og því gott að fara að æfa sig að vakna snemma.