VALMYND ×

Göngum í skólann

 

Ágætu foreldrar og nemendur

Á morgun hefst verkefnið ,,Göngum í Skólann”. Verkefnið er fjölþjóðlegt og snýst um að hvetja nemendur víða um heim til að tileinka sér það sem kallað er ,,virkur ferðamáti” sem þýðir einfaldlega að ferðast gangandi, hjólandi eða með einhverjum öðrum hætti fyrir eigin vélarafli.  Skólinn okkar hefur tekið þátt í þessu verkefni í mörg ár og það gerum við einnig núna.  Við hvetjum alla þá krakka sem eiga heima inni í þorpinu að koma gangandi í skólann og þá sem eru í akstri að biðja um að þeim sé hleypt út þannig að þeir geti gengið einhvern spotta áður en þeir koma í skólann.  Það er hressandi bæði fyrir líkama og sál að fá sér smá göngutúr áður en hafist er handa við dagsverkin.

Heimasíða verkefninsins er http://www.gongumiskolann.is/gongum/frettir/frett/2018/08/16/Gongum-i-skolann-2018/