VALMYND ×

Helstu fréttir vikunnar 25. - 29.september

Skrímsli
Skrímsli
1 af 4

Þessi vika hefur gengið vel og allt að verða komið vel af stað. Lestrarprófin kláruðust í þessari viku og eiga foreldrar því von á því að nemendur komi heim með lestrarmiða. 

Námsefnakynning gekk vel og margir gáfu sér tækifæri til þess að ræða við kennara barna sinna um veturinn. 

6. og 7. bekkur á miðstig er búið að vera í heimilisfræði í smiðjum. Í gær bökuðu þau marmaraköku sem heppnaðist mjög vel. Það er vika eftir af þessari smiðjulotu en ný heftst þann 9. október. 

2. bekkur er búin að vera í textilmennt og hefur það gengið mjög vel. Þau voru að klára skrímslakarla og eru að fá að prufa að prjóna. Þeim finnst það mjög spennandi en samt smá erfitt.

Vona að þið hafið það sem best um helgina.

Ása