VALMYND ×

Hjólaferð til Ísafjarðar

Nemendur í 7.-10.bekk hjóluðu til Ísafjarðar í gær, fimmtudag, í blíðskaparveðri. Ferðin var hluti af útivistarvali hópsins en sama ferð var farin í fyrra, og stefnir í árlegan viðburð. Nemendur voru 10 talsins og vorum við svo heppin að í för með okkur slóst hún Tenley Banik og reyndist það dýrmæt aðstoð. Allir nemendur komu vel útbúnir, með hjálm, vesti og góða skapið. Þau stóðu sig með mikilli prýði þessa 23 km leið, studdu hvort annað, sungu og voru almennt jákvæð og glöð. 

Aðal áskorunin var að hjóla upp brekkuna að göngunum enda engin smá brekka þar á ferð. Nemendunum þótti mikil upplifun að hjóla í göngunum en þar var meðal annars hægt að mæla hraðann og fara í draugaleiki, enda mikið myrkur á sumum stöðum. Allir komust heilir, þreyttir og sáttir í Gamla Bakaríið á Ísafirði og gæddu sér á kókómjólk og sætabrauði áður en haldið var heim á leið.

Við þökkum Einar í Klofning, Öddu og Þormóði skólastjóra fyrir aðstoðina sem og ökumönnum fyrir tillitssemina.

Hér er hægt að skoða myndir frá ferðinni.