VALMYND ×

„Hvað get ég gert“

Pixabay: 3dman_eu
Pixabay: 3dman_eu

Þann 29. nóvember n.k verður haldið „hvað get ég gert“ námskeið  fyrir foreldra. Árný Ingvarsdóttir sálfræðingur og höfundur bókanna sem hefjast á ,,Hvað get ég gert“ og eru ætlaðar nemendum frá 6-11 ára til að fást við ýmis vandamál.  Bækurnar eru ætlaðar til að vinna með fullorðnum og við bjóðum foreldrum upp á námskeið til að geta unnið með þessar bækur með börnum sínum.

Klukkan 17:30 verður fjallað um hvernig er árangursríkast að vinna með bókina ,,Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur“ sem er ætluð börnum sem glíma við kvíða.

Klukkan 20:00 verður fjallað um hvernig best er nota bókina ,,Hvað get ég gert þegar reiði tekur völdin“. 

Námskeiðin eru ætluð foreldrum sem vilja vinna með þessi atriði með börnum sínum og eru foreldrum að kostnaðarlausu.

Námskeiðin verða haldin í Grunnskólanum á Ísafirði.

 

Frétt uppfærð 08.11.17

ATH Breytt dagsetning 29. nóv. (í stað 22. nóv)