VALMYND ×

Lesfimisviðmið

Grunnskólar í Ísafjarðarbæ hafa lengi lestrarprófað markvisst nemendur eins og foreldrar kannast við. Þetta gerum við til að fylgjast með framförum nemenda og til að greina hvaða nemendur þarf að vinna betur með. Í haust komu út ný lestrarviðmið og próf frá Menntamálastofnun. Nú nota allir grunnskólar sömu prófin og því sömu aðferð til að prófa alla nemendur á landinu.

Á skólaárinu verður breytt hvernig talið er í prófunum. Frá því að telja atkvæði í að telja orð. Við hvetjum foreldra og aðra áhugasama til að kynna sér ný lesviðmið og lestrarpróf frá menntamálastofnun í þessum bækling.