VALMYND ×

Lestrarátak

Nú er komið að fyrsta lestrarátaki vetrarins en það stendur til 27.október. Nemendur á yngra stigi fengu með sér blað heim í dag og nemendur í miðhóp fá það heim á miðvikudaginn. Við ætlum að byrja á fimmunni. Fimman felst í því að nemendur lesa þá bók sem þau eru með í heimalestri eða aðra að vild, lesa í 1 mínútu og merkja við hvað þau lásu langt. Síðan byrja þau aftur á sama stað og reyna að komast lengra en síðast. Þetta er endurtekið fimm sinnum. Með þessu er verið að þjálfa lesfimina og lestraröryggið.