VALMYND ×

Lestrarbingó

Nemendur í 1. - 4. bekk fengu lestrarbingó heim með sér í gær. Markmið með því er að lesa í 15. mínútur á dag, bók að eigin vali. Þetta er jólabingó og meðal annars á að lesa með kakó bolla, liggjandi á gólfinu eða með húfu á höfðinu. Þau merkja síðan við þegar þau eru búin. Miðanum á að skila 15. desember og ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt í lokin. Það er um að gera fyrir foreldra að taka þátt með nemendum og hafa gaman af. Lestur er lykill að ævintýrum.