VALMYND ×

Sundkennsla

Skólinn hefur gengið frá ráðningu á Páli Janus Þórðarsyni til að koma og sinna lotubundinni sundkennslu. Á mánudag 2. okt. og miðvikudag 4. okt. þurfa nemendur að koma með sundföt. Við höldum svo áfram með sund vikuna á eftir. 9., 10. og 11. okt. Búast má við einhverri röskun á stundatöflum þá daga sem sund er.

Við hvetjum foreldra eindregið til að nýta sundlaugina á milli sundtímana og eftir þá og fara með börnum í sund. Biðja þau að sýna ykkur hvað þau hafa lært og gefa þeim tækifæri til að æfa sig. Til að ná fram góðri færni í sundi er mikilvægt að nemendur fái þjálfun utan skóla. Sundkennslan fer svo aftur af stað í vor. Foreldrar fá fréttir af því þegar nær dregur.