VALMYND ×

Fréttir

Norræna skólahlaupið

Á miðvikudag tóku nemendur þátt í Norræna skólahlaupinu líkt og í fyrra. Veðrið var gott og nemendur staðráðnir í að gera betur en í fyrra. Metið frá því í fyrra var 6,96 km að meðaltali, þegar 42 af 47 nemendum tóku þátt. Í ár tóku allir 43 nemendur þátt og hlupu þau 300 km saman eða 6,98 km að meðaltali. Þeir allra hörðustu hlupu 12,5 km en langflestir hlupu 5 eða 7,5 km. Frábær árangur annað árið í röð hjá áhugasömum og duglegum nemendum.
Í dag lýkur svo átakinu göngum í skólann. Það ber að hrósa þessum duglegu krökkum, sem hafa hlaupið, hjólað og gengið mikið í vikunni.

Skoðið myndir frá hlaupinu hér.

Hjólaferð til Ísafjarðar

Sex stelpur úr 7.-10.bekk fóru hjólandi til Ísafjarðar þann 13.september, alls 23 km. Hjólaferðin var hluti af útivstarvali eldri hóps. Eftir ævintýralega hjólaferð, komu þær allar frískar, blautar, glaðar og þreyttar yfir á Ísafjörð. Veðrið var margbreytilegt og ævintýralegt á köflun, með vænum skerf af rigningu og miklum hliðarvindi, allt eftir því hvað veðrinu þóknaðist. Ein hafði það svo á orði að hún hefði aldrei þurft að hjóla niður brekku áður. 
 
Fyllsta öryggis var gætt að sjálfsögðu, allar voru með hjálm og vel klæddar, og í endurskinsvesti. Sara kennari fór fremst með blikkljós, auk þess sem Þormóður keyrði á eftir hópnum með blikkljós. Hópurinn kom sér fyrir í Gamla bakaríinu og fékk snúð og kókómjólk að launum fyrir að hafa klárað svo krefjandi og skemmtilegt verkefni. Stelpunum þótti skemmtilegast að hjóla í gegnum göngin, enda ekki eitthvað sem þær gera á  hverjum degi. Klárlega ferð sem ætti að endurtaka!
 
Hér má skoða fleiri myndir frá ferðinni.

Matseðill 12- 16.sept

Mánudagur 12.sept

Pólskt sveita réttur (bókhveiti grjón, grisa hakk, laukur og gulrætur), ristaðbrauð með osti, salat

Þriðjudagur 13.sept

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti (gulrætur og rófur), rugbrauð og smjörvi

Miðvikudagur 14.sept

Kjuklingaleggir, ofnabakaðar kartöflur, salat, sósa

Fimmtudagur 15.sept

Grisagulas, hrisgrjón, salat

                                                                                      Föstudagur 16.sept

                                                                                      Fiskur með osti, kartöflur, grænmeti og sósa

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Göngum í skólann og Norræna skólahlaupið

Næsta vika verður göngum í skólann vika. Nemendur eru þá hvattir til að ganga eða hjóla í skólann alla daga. Dagleg hreyfing er öllum holl og við hvetjum foreldra til að ræða við nemendur um mikilvægi hennar. Við ætlum einnig að taka þátt í Norræna skólahlaupinu í vikunni. Veðurspáin ræður hvaða dagur verður fyrir valinu. Nemendur hlupu að meðaltali 6,96 km í fyrra og við ætlum okkur að sjálfsögðu að gera enn betur í ár.

Dagur læsis

Í gær var dagur læsis og í tilefni þess fóru nemendur á stjá og lásu og sungu í fyrirtækjum og stofnunum bæjarins. Við byrjuðum öll saman í Íslandssögu og skiptum okkur því næst niður í minni hópa sem heimsóttu Klofning, leikskólann og nokkra beitningaskúra hér í bæ. Það var tekið vel á móti okkur eins og alltaf og þessi hefð er orðin skemmtilegur hluti af skólastarfinu á haustin.

Nemendur í 1. bekk fá bókagjöf

Í dag fara nemendur í 1. bekk heim með blað sem þeir geta skilað inn á bókasafninu á Ísafirði og fengið bókina Nesti og nýir skór. Það eru félagssamtökin IBBY sem gefa öllum sex ára börnum á Íslandi bækurnar. Með gjöfinni vilja þau stuðla að lestrarmenningu barna.

Við þökkum IBBY kærlega fyrir gjöfina og hvetjum foreldra til að fara með börnin sín á bókasafnið, fá þessa bók og eyða jafnvel smá gæðatíma með þeim í að skoða og kynnast bókasafninu.

Bíókvöld

Í gær var bíókvöld í skólanum. Gaman var að sjá hversu margir mættu og skemmtu sér vel. Að lokum fengu allir sleikjó og prins póló. :)

Rithöfundar í heimsókn

Í gær komu þeir Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson í heimsókn til okkar. Þeir spjölluðu við nemendur og rifjuðu upp gamla tíma auk þess sem þeir lásu upp úr bók þeirra félaga Bíldudals bingó. Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir komuna.

Matseðill 29.ágúst - 2.september

Mánudaginn 29.ágúst

Grjónagrautur, brauð og álegg, kanillsykur, rúsinur, slátur

Þriðjudaginn 30.ágúst

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og grænmeti, rugbrauð, smjörvi, tómatsósa

Miðvikudaginn 31.ágúst

Lambagulash með rósakál og lauk, ofnbakaðar kartöflur og gulrætur, salat (salat, tómatar, gúrkur, paprika)

 

Fimmtudagur 1.september

Pasta með túnfisk og lax, salat

Föstudagur 2.september

Grænmetisbuff, sætar kartöflufranskar, grænmeti, sósa

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

 

Fyrsti tælensku tíminn

Á síðasta skóalári byrjuðum við með móðurmálskennslu í pólsku í samstarfi við Rætur. Á þessu skólaári höldum við ótrauð áfram með pólskuna og bætum við okkur tælensku með dyggum styrk frá Klofning. Við erum afar stolt af því að geta boðið öllum nemendum upp á móðurmálskennslu. Góð undirstaða í móðurmáli og þekking á eigin arfleið er öllum mikilvæg.